10. Stjórnarfundur 2016

By 17. nóvember, 2016mars 12th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir, formaður – MHG.  Unnsteinn Jóhannesson varaformaður – UJ, Júlía Margrét Einarsdóttir, ritari – JME. Benedikt Traustason, gjaldkeri – BT. Álfur Birkir Bjarnason, meðstjórnandi – ÁBB. Guðmunda Smári Veigarsdóttir, meðstjórnandi – GSV.

Einnig sátu fundinn Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastýra – AMA og Erica Pike áheyrnafulltrúi trúnaðarráðs – EP.

Forföll boðaði Kitty Anderson alþjóðafulltrúi.

Þann 17. nóvember 2016 var haldinn fundur í húsnæði Samtakanna Suðurgötu 3 klukkan 17:00.
Fundargerð ritaði Júlía Margrét Einarsdóttir ritari.

1. Fundargerð síðasta fundar

María Helga formaður les fundargerð síðasta fundar og er hún samþykkt.

2. Fjárhagsáætlun

Benedikt kynnir fjárhagsáætlun sem nú hefur verið útbúin til kynningar fyrir félagsfund. Hún er hefur nýlega verið uppfærð og verið send til skoðunarmanna reikninga. Gert er ráð fyfir 910 þúsund í afgangi og fræðslustýri í 50% stöðu. Samþykkt hefur verið að Hinsegin kórinn greiði 2500 á mánuði fyrir sinn hluta í gleymslunni. Einnig hefur verið tekinn saman kostnaður vegna sáttaumleitana við Velunnara.

3. Fundur við Q-félagið, dagskrá

María kynnir dagskrá fundarins með Q félaginu sem áætlaður er klukka 19 í kvöld:

Að byggja brýr milli 13-17 ára ungliðastarfs og Q félagsins. Eftir þennan aldur myndast ákveðið bil; starfsemi Q félagsins hefur verið miðuð við háskólaaldur svo nú er ráðgert að ræða það hvernig hægt sé að greiða leið 18 ára ungmenna í Q-félagið. Gott væri að hitta Q og HinUng saman til að ræða þetta frekar.
Geymsla á myndavélabúnaði sem þau höfðu sent erindi um.
Sigurður Ýmir hafði haft samband varðandi hugsanlegt málþing um málefni flóttafólks og hælisleitenda og hugsanlega kostnaðarþátttöku.
Samstarf vegna endurútgáfu kynfræðslubæklings
Félagslegur viðburður í samstarfi við Stelpur rokka; upp kom sú hugmynd að fá Q félagið í samstarf

4. Sögusýning á 40 ára afmælisári S78 í samvinnu við Þjóðminjasafn

Yfirlýsing, tengiliður. Ekki hugsað sem sýning á sögu S78 heldur sýning sem laðar fram fjölbreyttar raddir hinsegin fólks á Íslandi í áranna rás.

Álfur og María sátu mjög góðan fund í gær fyrir hönd stjórnar við Magnús Gests, Ástu Kristínu og Írisi Ellenberger. Þær kynntu hugmynd sem þær eru komnar af stað með að hinsegin sögusýningu sem þær vilja vinna í samstarfi við þjóðminjasafnið sem er ekki hugsuð sem sýning á sögu Samtakanna heldur að hún laði fram misjafnar raddir hinsegin fólks í áranna rás frá 1978 og eftir það. Þær leituðu til Samtakanna eftir formlegum stuðningi og eftir umræður þótti einfaldast að Samtökin 78 myndu sækja um þetta samstarf við Þjóminjasafnið og þær yrðu útnefndar fulltrúar fyrir félagið og einhver úr stjórn í samráð með þeim. Þær eru tilbúnar til að gera uppkast að bréfi í samráði við safnið og að leggja það fyrir stjórn, við myndum þá gera athugsemdir, skrifa undir og senda.

5. Jólabingó – staðan

Auður kynnir stöðu á bingói en vinningar nálgast 900 þúsund. Lotta, Auður og Sólveig Rós eru á fullu að redda vinningum. Það er enginn risastór vinningur en mjög mikið af smærrivinningum. Það eru um 45 fyrirtæki að styrkja. Áður en þetta gerist þarf að safna saman vinningunum og pakka þeim inn og setja þá saman. Einnig þarf að hafa sjoppu á staðnum, manna hana og redda posum og vörum. Auður er búin að redda kynnum.

6. Ráðningarferli – staðan

Álfur og María hafa setið fyrstu umferð af viðtölum ásamt mannauðsráðgjöfum. Nú hafa borist 13 umsóknir og 6 einstaklingar hafa verið boðnir í viðtal og einn þeirra tók umsókn til baka. 5 viðtöl eiga sér stað í fyrstu umferð í kjölfarið verða tveir boðnir í annað viðtal og ef allt fer að óskum verður ráðið í stöðuna í næstu viku. Stjórn hefur aðgang að umsóknum og gögnum. Þegar viðtölum er lokið og mannauðsráðgjafar gert sínar tillögur verða þær bornar undir stjórn og ákvörðun um ráðningu tekin í kjölfarið.

7. Önnur mál

Erica Pike kynnir niðurstöðu á umræðum í trúnaðarráði. Stjórn hafði sent beiðni til trúnaðarráðs varðandi ályktun um hvort samþykkt væri að Samtökin sæktu um aðild að Öldrunarráði Íslands. Trúnaðarráð samþykkti að sótt yr&e
th;i um aðild.

María er að safna saman jólakortalista, lista yfir fólk sem hefur unnið mikla sjálfboðavinnu s.s. sáttamiðlara, lögfræðing, mannauðsráðgjafa og fleiri.

Guðmunda kynnir að félagsskapur nokkurra homma er að hittast á kaffihúsum bæjarins og spyr hvort það sé vilji fyrir að bjóða þeim aðstöðu á Suðurgötunni. Það er samþykkt og Guðmunda tekur að sér að hafa samband við þá.

Varðandi fundartíma í næstu viku er ákveðið að dúðla það.

Fundi slitið 17:54

5,157 Comments

Skrifaðu athugasemd