11. stjórnarfundur S78 5. september 2012

By 18. september, 2012mars 6th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Svavar Gunnar Jónsson, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Ugla Stefanía Jónsdóttir, Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Fríða Agnarsdóttir og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri. Sigurlaug Brynja Arngrímsdóttir situr fundinn sem fulltrúi trúnaðarráðs.

Fundur settur 19:37

  1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar 
    Samþykkt með örlítilli breytingu
  2. Félagatal og “Stoltur félagi” átakið
    Skráðir félagsmenn eru komnir yfir 1000. Fleiri greiddir félagar en hefur verið þó prósentuhlutfall af heildinni sé minna. Greiddir félagsmenn 23.ágúst voru 437. 
    Hannes er að vinna í hönnun á spjöldunum en kemst þó líklega ekki í það almennilega fyrr en í næstu viku.
  3. Húsnæðismál og þarfagreiningarnefnd 
    Silla og Árni Grétar eru enn til í að vera í nefndinni. Þau ætla að hittast fljótlega og byrja amk að skoða málið og reyna að fá Hannes með sér. Spurning hvort verðmæti húsnæðisins sé að minnka vegna rakaskemmda og annarra skemmda og viðhaldsleysis. Einnig eru ýmsar framkvæmdir í bígerð og höfum við ekki efni á að taka þátt í slíku.
  4. Hauststarfið
    Könnun var gerð á facebook um það hvort áhugi væri að fara vestur, en litlar undirtektir þannig lagað. Hver er kostnaðurinn? Eru S’78 að greiða þetta? Eða er fólk að fara að greiða þetta sjálft?
    Stjórn sýnist svo að ekki verði að vesturferð að hausti þar sem undirbúningur er mjög skammt á veg kominn. Ákveðið að halda trúnaðarráðsfund í borginni og stefna svo á fund fyrir vestan á vormánuðum.  Þetta verður líklega tekið upp aftur á trúnaðarráðsfundinum í  október þar sem ákveða þarf hvernig standa skal að þessu öllu.  Setja upp grófa kostnaðaráætlun og hvað við viljum að verði gert og hvað tekið fyrir. 
    Mummi ræðir við Birnu Hrönn og reynir að fá meiri virkni í trúnaðarráð. 
    Hugmynd um næsta ár þar sem við eigum 35ára afmæli og dreifa frekar 35 viðburðum yfir árið en ekki hafa endilega eina stóra afmælishátíð. Árni Grétar, Svavar, Mummi eru til í að fara í skipulag á þessu auk þess að fá einhvern úr trúnaðarráði eða úr röðum félagsmanna sér til aðstoðar. 
    Fræðslufundir í vetur, við þurfum að leggja höfð í bleyti og setja í gang 
    Líkamsímynd og virðing, heimilsofbeldi sérstaklega í lesbíusamböndum,  ættleiðingarmál og fl.
  5. Önnur mál
  • Fræðslufulltrúi: Miðað við styrki sem við erum að fá fyrir fræðslufulltrúa þá ætti að vera hægt að auka starfshlutfall fræðslufulltrúa úr 30% í 50%. En þá er hugmyndin um að viðvera í húsinu væri sú sama og var en það sem bætist við væri nýtt í aðkeypta fræðslu, þ.e. skólaheimsóknir og fl.  
    Árni Grétar sendir út auglýsingu með 50% hlutfalli
  • Þorvaldur er á leið til London og óskar eftir að fá pening til að geta verslað ýmiskonar safnkosti. Ákveðið að veita honum 50.000kr heimild til að versla fyrir.
  • Verið er að stofna starfshóp um hinsegin feminisma og óska þau eftir grænu ljósi frá okkur svo þau geti verið formlegur starfshópur innan S78. Stjórn fagnar þessu frumkvæði og samþykkir stofnun hópsins enda fylgi hann þá lögum Samtakanna þar sem það á við.
  • Það er ekki enn komið á hreint hvort það sé gjaldtaka á testi hjá húð og kynsjúkdómadeild. Árni Grétar ætla að kanna það betur.

Fundi slitið 21:04
Næsti fundur er þriðjudaginn 18.september 17:45 
Fundarritari: Fríða Agnars 
 

5,108 Comments

Skrifaðu athugasemd