13. Stjórnarfundur 2014

By 27. október, 2014apríl 27th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundurinn var haldinn að Suðurgötu 3 í Reykjavík og hann sátu Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður (HHM), Svandís Anna Sigurðardóttir varaformaður (SAS), Auður Magndís Auðardóttir meðstjórnandi (AMA), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir meðstjórnandi (AÞÓ), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson gjaldkeri (VIV) og Gunnar Helgi Guðjónsson meðstjórnandi (GHG). Einnig sat fundinn Valgerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (VJ).
Forföll: Kamilla Einarsdóttir ritari (KE). Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri (ÁGJ) í fríi frá og með 27.10.14 til og með 29.10.14.

Ár 2014, mánudaginn 27. október kl. 17.20 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78.
Hilmar Hildarson Magnúsarson ritaði fundargerð

1. Dagskrá næstu þriggja mánaða – 27.10.2014 til 19.1.2015

Dagsetning kl. viðburður/verkefni staður
8.11.14 Intersex Remembrance Day – viðburður Óákveðið
10.11.14 17.20 Stjórnarfundur Óákveðið
13.11.14 Félagsfundur um fjárhagsáætlun o.fl. Óákveðið
15.11.14 Formaður m. erindi á málræktarþingi
20.11.14 Minningardagur transfólks Óákveðið
24.11.14 17.20 Stjórnarfundur Óákveðið
27.11.14 „No Hate“ ráðstefna Madríd
1.12.14 Alþjóðlegi AIDS dagurinn Óákveðið
7.12.14 Jólabingó Samtakanna ‘78 Óákveðið
8.12.14 17.20 Stjórnarfundur Óákveðið
13.12.14 20.00 Jólatónleikar Hinsegin kórsins Óákveðið
20.12.14 Jólaball Óákveðið
10.1.15 Sjálfboðaliðadinner Óákveðið

2. Forgangsmál

Almennt félagsstarf: Haustfundur stjórnar og trúnaðarráðs

Haustfundur stjórnar og trúnaðarráðs var haldinn í húsnæði Hjallastefnunnar í Gar&eth
;abæ þann 18. október sl. Þótti vel heppnað og skemmtilegt og náðist upp góð stemnning – en heldur fámennt. Náðist líka að útdeila verkefnum. SAS hafði samband við þá sem ekki mættu talaði fólk um að vera virkara. Greiða þarf KE útlagðan kostnað. KE tekur saman fundarpunkta sem teknir voru niður. Ábyrgð: HM og SAS – Lokið.

Almennt félagsstarf: Árlegur fundur um fjárhagsáætlun o.fl. 13.11

Komin eru drög að dagskrá. Staðsetning ekki komin á hreint – en stefnt á Suðurgötu 3. AMA ætlar að hafa samband við Arnþrúði Ingólfsdóttir vegna tónlistaratriðis. Ábyrgð: HM, ÁGJ og SAS. – Í vinnslu.

Almennt félagsstarf: Jafnréttisstefna S78

AMA var komin með drög að stefnu – fólk hvatt til að hafa skoðun og setja inn athugasemdir í vinnuskjal. Svo sent trúnaðarráði og ráðgjöfum til meðferðar. Drög að stefnu verði svo kynnt til umræðu þann 13. nóvember. Rætt um birtingu gagna á heimasíðu. Ábyrgð: AMA – Í vinnslu.

Almennt félagsstarf: Umhverfisstefna S78 og Græn skref

Ákveðið að fela ÁGJ/AMA að tala við Reykjavíkurborg varðandi Grænu skref Reykjavíkurborgar. Hugmyndafræðin verði kynnt á félagsfundi. ÁGJ á námskeið. Ábyrgð: AMA/ÁGJ – Í vinnslu.

Alþjóðamál: Ársþing ILGA Europe í Riga, Lettlandi 8. til 11. október 2014

HHM/SAS geri greinargerð um þátttöku í ársþinginu fyrir ársskýrslu og vef. Ábyrgð: ÁGJ, HM og SAS – Í vinnslu.

Alþjóðamál: „Networks against hate“ og „No Hate“ ráðstefna

AÞÓ tók þátt í fyrsta fundi vegna verkefnisins í Madríd dagana 20. og 21. október. Spánverjarnir eru að innleiða verkefnið með átaki, vefsíðu o.fl. Ísland og Noregur eru í ráðgjafahlutverki – en okkar reynsla er lítil. Spánverjar hyggjast koma hingað í apríl og svo eru fyrirhugaðir fleiri fundir á Spáni. Taka upp við jafnréttisfulltrúa lögreglunnar. Ábyrgð: AÞÓ. – Í vinnslu.

Fjármál og fjáröflun: Samningur við Reykjavíkurborg og fjárveitingar frá ríki

ÁGJ hefur ýtt á eftir málinu við borgina til að ganga frá nýjum samningi. SAMFOK fá 8 m.kr. á ári. Frestað til næsta fundar. Ýta á formann mannréttindaráðs og borgarráð, bjóða í heimsókn. Ábyrgð: ÁGJ – Í vinnslu.

Húsnæðismál – Suðurgata 3 – staða framkvæmda og næstu skref

Staða mála er XXXX. Ábyrgð: Allir – Í vinnslu. Viljum fá hurð inn í ráðgjöf. Treystum arkitektinum fyrir því sem hann hefur lagt fram. VIV og Fríða reka þetta áfram og virkja ÁGJ. Fá tímafresti á hreint – varðandi vinnu sjálfboðaliða. VIV skoði með að fá fagmenn í lokafrágang á málningu og parketlögn.

Menning og viðburðir – Minningardagur Intersexfólks

Í gær, sunnudaginn 26. október, var árlegur Vitundardagur um málefni intersexfólks (e. Intersex Awareness Day). Þann 8. nóvember nk. verður Minningardagur intersexfólks. Þá fjórtán daga milli þessara daga verður sérstök áhersla lögð á málefni intersexfólks í ræðu og riti með hápunkti þann 8. nóvember en Intersex Ísland mun þá standa fyrir viðburði í samvinnu við S78. HHM hefur rætt við Kitty Anderson formann Intersex Ísland um að skrifa grein í blöðin af þessu tilefni. Spá í öðru húsnæði.

Menning og viðburðir – Minningardagur transfólks 20. nóvember 2014

Fá ekki inni í Ráðhúsi. SAS tékkar á Uglu. Húsnæði.

Menning og viðburðir – Alþjóðlegi AIDS dagurinn

HM talar við Einar formann. Einar var búinn að vera í sambandi við VIV varðandi styrk. Samþykktur styrkur. Auglýsa opið hús f. tékk – koddu í prufu. VIV skoðar dagsetningu.
SAS nefndi að annar hjúkrunarfræðingur væri til í að koma inn í þetta.

Menning og viðburðir – Jólabingó Samtakanna ‘78

Sunnudaginn 7. Vala og Unnsteinn. Fríða kemur inn sem ráðgjafi. Húsnæðispælingar. Málið er í farvegi.
Hendi inn dagskrá á stjórn/trúna.

Menning og viðburðir – Jólaball

Siggi er kominn með nefnd í málið. VIV og ÁGJ komnir í spilið. Budget – hvernig verður það? Hugmyndir sem komu upp á fundi stjórnar og trúnaðarráðs. Siggi, Andrés, Kamilla, ÁGJ, Sigga Rósa. Siggi Gunn.

Starfsmannamál – Samningar við starfsfólk o.fl.

GHG kom með skjal sem hægt er að nota til viðmiðunar. Hrafnkell var búinn að senda senda punkta. Þarf að share-a með restinni af stjórn. Klárist fyrir félagsfund.
Ábyrgð: HM.

Upplýsinga- og kynningarmál – Erindi formanns á Málræktarþingi

HHM verður með erindi á Málræktarþingi íslenskrar málnefndar sem haldið er í tilefni 50 ára starfsafmælis nefndarinnar þann 15. nóvember nk. Þingið verður undir yfirskriftinni „Mál og mannréttindi“. HHM hefur lagt heiti og inntak erindisins undir stjórn í Facebookhópi stjórnar og verður það eftirfarandi:
Heiti: Hinsegin orðræða: Smurning eða sandur í tannhjóli gagnkynhneigða regluverksins?
Lýsing: Hilmar Hildarson Magnúsarson formaður Samtakanna ’78 veltir fyrir sér hvernig hinsegin fólk hefur hagað orðum sínum í bar&aac
ute;ttunni fyrir mannréttindum, sýnileika og virðingu. Er um að ræða orðræðu samlögunar að gagnkynhneigðu regluverki eða uppreisn gegn ríkjandi ástandi? Hver hefur þróunin verið undanfarin ár? Einnig skoðar hann hina hliðina: orðræðu hins gagnkynhneigða regluverks. Hvernig blasir hún við hinsegin fólki? Er hún kúgandi og niðurlægjandi eða samþykkir hún hinsegin fólk sem jafningja? Skiptir þetta kannski bara engu máli?

EVENT – skoða hann!
(streit hinsegin liðið – laugardagsmorgna)

3.Staða annarra mála frá síðasta fundi

Almennt félagsstarf – Félagsstarf, viðburðahópur og aðrir starfshópar/nefndir

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM.

Almennt félagsstarf – Stefnumótun S78 og Samtakamáttur

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM.

Almennt félagsstarf – Starfshópur um málefni tvíkynhneigðra

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM.

Almennt félagsstarf – Mannréttindaviðurkenning Samtakanna ´78

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM.

Alþjóðamál – Úgandaverkefni

Rætt var við fulltrúa annarra félaga, Wellspring Advisors og IGLHRC frá Bandaríkjunum, RFSL frá Svíþjóð og LLH frá Noregi um verkefnið á Ársþingi ILGA Europe á dögunum. Aðilar báru saman bækur sínar og ræddu ýmsa fleti á samstarfinu. Áhyggjur af upplýsingastreymi frá Úganda ásamt leiðum til að senda fjármagn. Úr varð að fyrsta skref væri að félögin sendu gögn varðandi verkefni sín, ársreikninga FARUG o.fl. til Addison Smith hjá Wellspring Advisors. Hann mun bera saman bækurnar. Ábyrgð: AÞÓ, VIV, ÁGJ og HM. – Í vinnslu.
Heyra í ásthildi m. tímafrest. – VIV (senda bara peninginn okkar)

Alþjóðamál – Félagsgjöld ILGA Europe o.fl.

Formaður lagði út € 150,00 fyrir árgjöldum að ILGA og hefur fengið greitt. Mun koma kvittun til framkvæmdastjóra. Ábyrgð: HHM – Lokið.

Fjármál og fjáröflun – Fjármál ungliða

Staða mála er að það stendur til að taka til í þessum málum. VIV ætlar að funda með umsjónarmönnum hópsins. Þetta mál tengist umræðunni sem verður tekin við borgina í sambandi við frekari fjárstuðning. Ábyrgð: VIV. – Í vinnslu.
KAKó – VIV hugsar leiðir til að breyta styrk – þau fái styrk að hausti.
Sótt var um í blablabla fyrir umsýslu ungliða – manneskja í 30% í eitt ár. KAMPUR.

Fræðsla og rannsóknir – Fræðslubæklingur

Frestað til næsta fundar UGLA. – . Ábyrgð: SAS, USJ og ÁGJ. – Í vinnslu.

Fræðsla og rannsóknir – Lögreglubæklingur

Verið er að vinna í bæklingnum en boltinn er núna hjá lögreglu. Ábyrgð: SAS, USJ. – Í vinnslu.

Fræðsla og rannsóknir – Fræðsla um fötlun til ráðgjafa

SAS mun koma á fundi með Emblu og ráðgjöfum. Ábyrgð: SAS, USJ. – Í vinnslu.
(ráðgjafar pirraðir yfir húsnæðisleysi) fundur þegar húsnæði er komið.

Fræðsla, og rannsóknir – Fræðslufundur í Ráðhúsi

UGLA. Ábyrgð: SAS, USJ. – Í vinnslu.

Hatursglæpir og hatursorðræða – skráning, tölfræði og birting

UNNIÐ Í FRAMHALDI af lögregluverkefni – MADríd. Ábyrgð: HM, USJ. – Í vinnslu.
STARFSMANNAMÁL – VIÐVERAN – TAKA ÞETTA INN Í SAMNINGAMÁL – BARA GERT RÁÐ FYRIR AÐ FRKVSTJ. MÆTI Á STJÓRNARFUNDI

Lýðheilsa og íþróttir – Hinsegin jóga og fleira

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM.

Lýðheilsa og íþróttir – Lýðheilsuhópur og verkefnisstjórn um HIV tékk

Frestað þar til framkvæmdir við húsnæði eru yfirstaðnar. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM.

Ráðgjöf – lögfræðiráðgjöf, stjórnsýsluerindi o.fl.

XXXXX

Réttindabarátta og löggjöf – Starfshópur ráðherra um málefni hinsegin fólks

SAS ER Í SAMSKIPTUM – REYNUM ÁFRAM – HEFUR KALLAÐ EFTIR DAGSKRÁ OG TÍMAÁÆTLUN. LÁTUM VITA AF ÓSÆTTI. TÖKUM ÞETTA UPP Á FUNDI MEÐ EYGLÓ. Ábyrgð: SAS – Í vinnslu.

Réttindabarátta og löggjöf – Starfshópur um fjölskyldustefnu

GHG spurði síða
st um starf nefndarinnar. EYGLÓ. HHM mun senda inn fyrirspurn

Upplýsinga- og kynningarmál – Heimasíða og Facebook

HM hefur ýtt á eftir greinargerð frá Sigurði og á von á henni á næstunni. Sjá fundargerð 17.9.14. Ábyrgð: HM, KE og ÁGJ – Í vinnslu.
GUNNAR HELGI TALAR VIÐ KÁRA Á MORGUN.

Upplýsinga- og kynningarmál – Stattu með!

ÁGJ – FRESTA

Upplýsinga- og kynningarmál – Erindi formanns hjá Sagnfræðingafélagi Íslands

Viðburðurinn tókst XXXX Ábyrgð: HM – Í vinnslu.

Upplýsinga- og kynningarmál – Þýðing á barånaefni og útgáfa

VAR SÓTT UM STYRK – ÁGJ.

4. Önnur mál

KJÖRNEFND – ÍRIS GEFUR EKKI KOST Á SÉR – ÞRIGGJA MANNA NEFND.

ÁRSÞING Í KRINGUM

(MARTA MARÍA)
MINNINGARDAGUR TRANS – RÁÐHÚS KL. 17 – VEITINGAR – DAGUR FLOTT

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:12

6,744 Comments

Skrifaðu athugasemd