13. Stjórnarfundur 2017

By 31. júlí, 2017mars 10th, 2020Fundargerðir

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, varaformaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, ritari. Guðmunda Smári Veigarsdóttir- GSV, meðstjórnandi. Marion Lerner – ML, áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs í stjórn. Daníel Arnarsson – DA, framkvæmdastjóri.

Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason
Þann 31. Júlí 2017 var haldinn fundur að Suðurgötu 3 kl. 20:30.

Fundur settur 20:30

1. Samþykkt fundargerða

Fundargerðir 8., 9., 11. og 12. fundar samþykktar.

2. Trúnaðarráð

Brýnt er að trúnaðarráð fundi. Skipa þarf eftirmanneskju formanns líkt og rætt var á sameiginlegum fundi stjórnar og trúnaðarráðs í maí. MHG mun koma málinu í farveg.

3. Hinsegin dagar

Skipulag gleðigönguatriðis gengur vel. Stjórnarliðar munu hvetja fólk til að skrá sig í atriðið, enda þurfum við marga þátttakendur.

4. Kynheilbrigði

GSV og ÁBB munu skipuleggja vitundarvakningu í gegnum Scruff, Grindr og annað um kynheilbrigði. ÁBB hefur samband við landlækni, sóttvarnarlækni, yfirlækni húð og kyn og yfirlækni A3 deildar Landspítalans. GSV mun hafa samband við stefnumótaöpp.

Fundi slitið 21:30

Skrifaðu athugasemd