17. Stjórnarfundur S78 11.12.2013

By 28. janúar, 2014mars 6th, 2020Fundargerðir, Stjórn

17. Stjórnarfundur S78 11.12.2013

 

Mætt: Stjórnarmennirnir Anna Pála Sverrisdóttir (APS), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson (Villi),  Svandís Anna Sigurðardóttir (SAS), Árni Grétar Jóhannsson (ÁG)(framkvæmdastjóri S78) Örn Danival Kristjánsson, Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi),

 

Fjarverandi:  Fríða Agnarsdóttir,  Guðrún Arna Kristjánsdóttir (GAK), Gunnar Helgi Guðjónsson (GHG)(Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs),  Sverrir Jónsson (Áheyrnarfulltrúi Trúnaðarráðs),

 

Fundur settur: 17:42.

 

1.  Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt.

 

2. Jólabingó 2013

Stutt yfirferð

 

  • Kvöldið sjálft gekk vel og var vinningasöfnun góð, en mæting var ekki nægilega góð, miðað við síðustu ár.

  • Tekjur eru minni í ár í samræmi við mætingu.

  • Umræður um hvort viðburðurinn var nógu vel auglýstur, bæði af S78 sem samtökum og af stjórnar- og trúnaðarráðsmeðlimum.

  • Rætt um Facebook sem auglýsingaleið, hvort hún skilar árangri. ÁG veltir upp hvort möguleiki sé á að búa til myndir/myndbönd til að auglýsa að ári, og þannig byggja upp eftirvæntingu.

  • Umræða um að sjá til þess að vera ekki á sama/svipuðum tíma og tónleikar Hinsegin kórsins næst.

  • Umræða um að finna hugsanlega annað og húsnæði, rætt um Hallveigarstaði.

 

3. Störf kjörnefndar og aðalfundur 2014

 

  • ÁG leggur til 22. mars sem er laugardagur. Kjörnefnd er komin í Facebook hóp og mun funda fyrir jól.

 

4. Aðventukvöld 12. desember

Allt tilbúið?

 

  • Stjórn mun skreyta eftir fund. Erfitt gengur að ná í einn höfund varðandi upplestur. En annars munu Jónína, Guðjón, Eyrún, Eva Rún og Viðar Eggerts lesa upp og Villi spilar.

  • ÁG þarf að kaupa piparkökur og kakó á morgun. Það þarf að manna barinn. Örn mun reyna að redda potti. SAS mun athuga hvort GHG geti búið til kakóið.

 

6. Óformleg könnun meðal félagsmanna vegna mismununar á vinnumarkaði

Staðan

 

  • APS er búin að ræða við Reykjavíkurborg um könnunina. Auður Magndís hefur lagt til við frestum því að senda hana út fyrr en eftir áramót, sem stjórn samþykkir.

 

7. Fræðslumál

Staðan: Útúrskápnum síðan, fræðslubæklingur

 

  • SAS er búin að ræða við Hannes um að græja umbrot, sem hann samþykkti að gera eftir áramót.

  • Heimasíða verður keyrð í gang eftir áramót.

  • Q félagið er með reynslusögur/út úr skápnum sögur tilbúnar sem hægt væri að nota.

  • Stefnt á að síðan verði opnuð fyrir næsta aðalfund.

 

8. Bleika húfan

Staðan

 

  • Hjónin hafa fundað og ÁG búinn að fara yfir málin með þeim. Rætt var um að finna góðan fjölmiðil/blaðamann sem er tilbúinn að gera góða úttekt og þessu máli góð skil, og stækka málið út fyrir þetta eina atvik. Fá vandaða umfjöllun.

  • APS nefnir Evu Bjarnadóttur, hún og ÁG munu ræða saman og við hana.

  • Rætt um að fá þetta í fjölmiðla eftir jól, í janúar.

 

9. Úganda

Staðan á styrktartónleikaskipulagningu, endurskoðun reikninga og yfirferð umsókna hjá ÞSSÍ/UTN

 

  • Umsóknin er enn í vinnslu, en ætti að skýrast fjótlega.

  • Guðrún Axels er búin að útvega okkur ókeypis endurskoðun.

  • Tónleikarnir verða 19. janúar.

  • Rætt um að fá Jón Þór og Unnstein til að vinna þetta með/fyrir okkur. Unnsteinn yrði þá framkvæmdastjóri viðburðarins. Villi á eftir að fá staðfestingu á þessu teymi.

  • Stefnt er á að fá fjölmiðlaumfjöllun um Úganda fyrir tónleikana.

 

10. Mótun fjölskyldustefnu á vegum félags- og húsnæðismálaráðherra

Staðan

 

  • Fundur hefur farið fram og hefur GHG upplýst stjórn um gang mála.

  • Næstu skref eru að 1. uppkasti mun vera skilað til Ráðfrúr hópsins um miðjan jan, drögum að stefnu skilað til okkar í lok jan og boðið upp á að skila inn athugasemdum/umsögnum. Kostnaðarmati skilað 15. mars og lagt fyrir Alþingi.

  • Það má senda inn tillögur til áramóta.

 

11. Jólaballhald

 

  • 28. des verður ballið á Kíkí. Stefnt er á að búa til smá prógram. ÁG leggur til að ræða við Bravó um að sjá um miðasöluna og hugsanlega koma að kvöldinu líka. Umræða um að fá styrk fyrir fordrykk, stjórn skoðar sambönd sín.

 

12. Stjórnsýslukæra S78 til Innanríkisráðuneytis f/h samkynja pars vegna neitunar Þjóðskrár á að skrá barn þeirra sem íslenskan ríkisborgara

 

  • APS upplýsir stjórn um að kæra hefur verið lögð fram. Málinu verður fylgt eftir.

 

13. Önnur mál

a) Mál Martins frá Nígeríu

 

  • APS hefur fengið póst frá lögmanni Martins sem telur ákvörðun væntanlega. Hann er ekki bjartsýnn með framhaldið.

  • APS ræðir um að hafa samband við innanríkisráðherra og aðstoðarmann hennar varðandi stöðuna í Nígeríu. ÁG og APS munu sjá um það.

 

b) Styrkumsóknir

 

  • Alcan hefur ekki enn svarað varðandi styrk fyrir ráðgjöfina.

  • Rætt um að S78 þurfi fund hjá velferðarráðuneytinu til að fara yfir styrkumsókn til S78 og hvernig verður úthlutað, og fyrir hvað. Misvísandi upplýsingar um hvernig skuli sækja um, t.d. verkefnatengt eða rekstrartengt.

  • Lagt til að biðja um fund í janúar, APS og Villi munu fara. APS mun biðja aðstoðarmann Eyglóar Harðardóttur um fund með ráðherra og/eða aðstoðarmanni.

 

c) Alþjóðamál: Rússland og Indland

 

  • Aftur er orðið ólöglegt að stunda kynlíf með manneskju af sama kyni á Indlandi. María Helga býður fram aðstoð sína við að skrifa grein um stöðuna, stjórn er mjög þákklát því. Spurning um hafa samband við sendiráðið.

  • Jóhann Páll á DV hefur spurt hvort S78 hafi myndað sér afstöðu varðandi þátttöku Íslands á ÓL. APS svaraði að við höfum fylgt stefnu hinsegin samtaka í Rússlandi varðandi þetta, þ.e. að vinna ekki gegn þátttöku.

  • Umræða um hver stefna S78 skuli vera í þessum málum.

 

Fundi slitið: 19:01.
Næsti fundur verður: 08.01.2014 kl. 17.30.

Fundarritari: Svandís Anna Sigurðardóttir

307 Comments

Skrifaðu athugasemd