18. Stjórnarfundur 2015

By 16. desember, 2015mars 26th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: Hilmar Hildar Magnúsarson formaður (HHM), María Rut Kristinsdóttir varaformaður (MRK), Steina Dögg Vigfúsdóttir gjaldkeri (SDV), Kitty Anderson meðstjórnandi (KE), Kara Ásdís Kristinsdóttir meðstjórnandi (KÁK), Matthew Deaves alþjóðafulltrúi (MD) og Sesselja María Mortensen áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (SMM).
Einnig sat fundinn Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra (AMA) sem ritar fundargerð.
Forföll: Júlía Margrét Einarsdóttir ritari (JME).

Ár 2015, miðvikudaginn 16. desember kl. 20.00 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78 að
Suðurgötu 3 í Reykjavík.
Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastýra ritaði fundargerð.

1.Fundargerð síðasta fundar: Samþykkt og eftirfylgni

Farið yfir málefni flóttamanna og fund sem haldinn var 5. desember. Þar mættu heldur fáir en þó var ákveðið að Matthías ráðgjafi færi af stað með stuðningshóp fyrir enskumælandi hóp einu sinni í mánuði sem hæfist í janúar.
Einnig ákveðið að vera með samstöðu-eldhús á einhverri fimmtudagsopnuninni, þar sem fólki gæfist kostur á að elda og borða saman. Önnur atriði í góðum gír. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2.Menning og viðburðir: Stólað á Þorlák – undirbúningur

Allt í góðu gengi. Viðburður verður kynntur á Facebook þremur dögum fyrr. Fólk ætlar að vera duglegt að deila og vekja athygli á þessu.

3.Húsnæðismál: Stjórn Q mætir til að ræða útleigu á föstudögum

Sigurður Ýmir Sigurjónsson formaður Q – Félags hinsegin stúdenta mætir til fundar. Stjórn Q er sátt með að víkja fyrir útleigu á föstudagskvöldum svo framarlega sem einhver fyrirvari sé á beiðnum. Stjórn er að ná hópnum saman aftur eftir að hafa verið húsnæðislaus í heilt ár og vinnur að uppbyggingu félagslífs. Þá er verið að opna félagið þannig að það starfi við alla háskóla hérlendis en ekki aðeins HÍ. Rætt um hinsegin starf í menntaskólum. E.t.v. væri gaman að heyra í hinsegin félögum menntaskólanna. Rætt um aðalfund S78 sem verður í mars og hugmyndir um að bjóða aðildarfélögunum að vera með ,,bása” þar sem starfsemi þeirra verði kynnt.

4.Almennt félagsstarf: Ungliðar og umsjónarfólk ungliðastarfs mæta á fund

Noah, Guðmunda og Setta mætt til að færa fréttir frá ungliðunum. Þetta var rætt:

1.Erfiður hljómburður í rýminu, sérstaklega fyrir fólk sem notar heyrnartæki. Einfalt væri að fá þykk gluggatjöld. HHM hugar að því máli. Auður tekur að sér að finna hljómburðarfræðing til ráðgjafar.
2.Bent á að rýmið sé ekki nægilega notalegt. Vantar sófa. HHM býðst til að halda utan um þau mál.
3.Rætt um hvar ungliðar geti geymt hluti og hvaða aðgang þeir hafi að geymslunni? HHM ræðir tiltekt í geymslu og skipulag, m.a. með hillum.
4.Ungliðar vilja veggpláss til að auglýsa fundi, reglur ungliða o.s.frv. Fræðsluveggspjöld ýmiskonar.
5.Óskipulag á eldhússkápum. Erfitt að finna út úr hvar hlutir eigi að vera.
6.Vantar kassa til að setja nótur í vegna útgjaldaliða. Sett verður upp sér mappa og skila inn nótum í hana upp á skápnum.
7.Ungliðar vilja vita hversu miklum peningum megi eyða í starfið (pizzur
o.s.frv.). Rætt um að halda fjármálafund með nýrri stjórn ungliða þegar hún verður kosin í janúar. Þá ætti fjárhagur S78 einnig að vera skýrari.
8.Ungliðar eru sáttir við umsjónarfólk en vilja gjarnan fá að mæta fyrr á fundi til að undirbúa sig.
9.Möguleikar á strætómiðum fyrir ungliða. Sumir ungliða eru í vandræðum með að komast á staðinn og gætu strætómiðar hjálpað til.

María Rut og Kara Ásdís viku af fundi.

5.Upplýsinga- og kynningarmál: Vefsíða: tækniumsjón og ritstjórn

Rætt um fyrirkomulag á vefstjórn. Skýra þarf hvar ábyrgð liggur. Möguleg lausn er að skipa ritnefnd þar sem einnig situr fólk sem hefur tækniþekkingu. Umræðum haldið áfram í Facebookhópi stjórnar og framkvæmdastjóra.

6.Upplýsinga- og kynningarmál/Fræðsla: Útgáfa Hugrakkasta riddarans – staða

Frestað til næsta fundar.

7.Almennt félagsstarf: Upplýsingar frá LLH um sambandið við BDSM

MD segir frá svari frá LLH sem var greinargott og áhugavert. MD ætlar einnig að spyrja hvort S78 geti fengið að sjá glærur sem LLH nota í fræðsluprógrammi sínu.

8.Almennt félagsstarf: Málefni ungliða – skýrt frá fundi með Kampi

Samþykkt að taka tilboði Dagbjartar Ásbjörnsdóttur frá félagsmiðstöðinni Kampi um að vera með endurmenntun fyrir umsjónarfólk ungliða þann 10. janúar nk.

9.Almennt félagsstarf: Dagsetning aðalfundar

Ársþing ákveðið 4.- 6. mars.

10.Önnur mál

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22:02.

417 Comments

Skrifaðu athugasemd