19. Stjórnarfundur 2018

By 9. janúar, 2018mars 10th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundinn sátu: María Helga Guðmundsdóttir – MHG, formaður. Sigurður Júlíus Guðmundsson – SJG, varaformaður. Benedikt Traustason – BT, gjaldkeri. Álfur Birkir Bjarnason – ÁBB, ritari. Kitty Anderson – KA, alþjóðafulltrúi. Guðmunda Smári Veigarsdóttir – GSV, meðstjórnandi. Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir – ÞEM, meðstjórnandi. Marion Lerner – ML, áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs í stjórn. Daníel Arnarsson – DA, framkvæmdastjóri. Sólveig Rós – SR, fræðslustýra.

Þann 9. janúar 2018 var haldinn fundur að Suðurgötu 3 kl. 17:30.
Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason

Fundur settur 17:40

1. Fundargerðir síðustu funda

Fundargerðir funda 10, 17 og 18 samþykktar.

2. Dagsetning aðalfundar

Aðalfundur Samtakanna ‘78 árið 2018 verður haldinn sunnudaginn 4. mars.

3. Sjálfboðaliðastefna

DA mun setja saman skjal sem gerir sjálfboðaliðastarfi félagsins góð skil.

4. Fimmtudagsopnanir – aðkoma stjórnar

Stjórnarmeðlimir stefna að því að létta undir fimmtudagsopnunum og skrá sig hvert og eitt á eitt opið hús.

5. Annar fundur stjórnar og trúnaðarráðs

MHG talar við formann trúnaðarráðs og skipuleggur sameiginlegan fund stjórnar og trúnaðarráðs fyrir aðalfundinn 4. mars.

6. Félagsgjöld

Almenn félagsgjöld árið 2018 verða 5.900 kr. en afsláttargjald fyrir námsmenn, aldraða og öryrkja 2.900 kr. og afsláttargjald fyrir börn yngri en 18 ára 1.500 kr.

7. Samningar við Reykjavíkurborg

Munnleg skýrsla DA vegna samningaviðræða. Viðræðurnar eru langt komnar

8. Afmælislogo, heimasíða og endurmörkun

DA hefur fjármagnað og hafið ferli vegna ofangreindra atriða.

9. Félagsskírteini

DA er að safna saman afsláttum frá fyrirtækjum til að hafa á félagsskírteinum.

10. Önnur mál

a) Leiklistarnámskeið
DA athugar hvort grunndvöllur sé til að halda 6-8 skipta leiklistarnámskeið í húsnæði S78.

b) EMIS-könnun
S78 taka þátt í EMIS-könnun á kynhegðun og kynheilsu karla sem sofa hjá körlum, hana þarf að auglýsa.

c) Staðan á frumvarpinu og áætlanir um að leggja það fram?
Frestað

d) Nefnd um skráningu ofbeldis, einelstis og haturglæpa
Frestað

e) Skráningaeyðublöð – Fræðsla & Ráðgjöfð
Frestað

f) Ég er ég myndbönd
Stefnt að því að birta flest myndböndin í mars og apríl.

g) Munnleg skýrsla um aðfangadagsviðburð

Fundi slitið 18:30

4,019 Comments

Skrifaðu athugasemd