Frettir Hinsegin dagar í Reykjavík ? Gay Pride verða haldnir í sjöunda skipti dagana 4. ? 7. ágúst næstkomandi. Hátíðin stækkar á alla kanta og er nú orðin fjögurra daga hátíð. Fimmtudaginn 4. ágúst verður Dívukvöld á NASA , þar sem ein vinsælasta söngkona Skota, Carol Laula, kemur fram ásamt hinni upprennandi stjörnu Evu Karlottu. Opnunarhátíð Hinsegin daga fer fram í Loftkastalanum föstudaginn 5. ágúst kl. 20:30, þar sem fram koma Carol Laula, hamskiptingar frá San Francisco , drottningar frá hommaleikhúsinu Hégóma, tvíeykið Tarnín, Rut & Vigdís frá Osló og Namosh frá Berlín. Að lokinni opnunarhátíð er gestum boðið í Pride-partý í anddyri Loftkastalans. Að því loknu verður stelpnadansleikur í Iðnó og strákadansleikur á Pravda. Eingöngu stelpum verður hleypt inn í Iðnó og aðeins strákum inn á Pravda þetta kvöld.
Hápunktur hátíðarinnar er glæsilega gleðiganga sem leggur af stað frá Hlemmi laugardaginn 6. ágúst kl. 15:00. Að göngu lokinni hefst glæsileg dagskrá á sviði Hinsegin daga í Lækjargötu. Um kvöldið verða hinsegin dansleikir á NASA, PRAVDA og á Nelly?s. Hinsegin dögum lýkur svo með knattspyrnuleik á KR-vellinum, á milli íslenskra stelpna og strákaliðs frá New York. Þetta er nýjung hjá Hinsegin dögum og um að gera að mæta á völlinn og hvetja stelpurnar. Mikil aðsókn er í að vera með formleg atriði í gleðigöngunni en þeir sem óska eftir því verða að sækja um það til samstarfsnefndar Hinsegin daga fyrir 3. ágúst, með því að hringja í göngustjóra. Byrjað verður að setja gönguna saman á Rauðarárstíg við Hlemm kl. 13:00 og þá verða allir sem eru með atriði að mæta. Gleðigangan leggur stundvíslega af stað kl. 15:00 sem leið liggur niður Laugaveg og Bankastræti að hátíðarsviðinu í Lækjargötu.
Á síðasta ári sóttu yfir fjörtíu þúsund manns Hinsegin daga sem er orðin þriðja stærsta, ef ekki önnur stærsta útihátið á Íslandi. Fjölbreyttur hópur skemmtikrafta kemur fram á sviðinu í Lækjargötu, til dæmis drottningarnar Ruth og Vigdis frá Osló, undradrengurinn Namosh frá Berlín , okkar eini sanni Páll Óskar með nýtt efni, Idol stjarnan Ylfa Lind og hljómsveit, Arnar Þór með nýtt lag um hvað mikilvægt er að vera stoltur, danssöngvatónskáldið Namosh frá Berlín, stórleikkonurnar Hanna María Karlsdóttir og Ingrid Jónsdóttir , Allstars með Evu Maríu og Loveguru, hljómsveitin Eldkex og Þórunn Lárusdóttir, Magnús Jónsson, Felix Bergsson og fleiri söngvarar úr Kabarett.
Á laugardagskvöldinu verður síðan boðið upp á Gay Pride dansleiki á þremur stöðum . Páll Óskar heldur uppi fjörinu á NASA , en einnig verða dansleikir á Pravda og Nelly?s.
Find your perfect anime girlfriend in this unique bishoujo game from Genius Studio Japan