Aðalfundur Samtakanna 78

By 16. febrúar, 2004Fréttir

Tilkynningar Aðalfundur Samtakanna ´78 verður haldinn í Regnbogasalnum, Laugavegi 3, laugardaginn 21. febrúar 2004, og hefst stundvíslega kl. 14.

Dagskrá

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins, ákvörðun félagsgjalda, fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
4. Lagabreytingar
5. Kjör 10 félaga í trúnaðarráð.
6. Kjör stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Önnur mál.

Ekki bárust önnur framboð til stjórnarkjörs en listi uppstillingarnefndar. Listinn er þannig:

Þorvaldur Kristinsson, formaður
Sara Dögg Jónsdóttir varaformaður
Klara Bjartmarz, ritari
Guðjón R. Jónasson, gjaldkeri
Alfreð Hauksson, meðstjórnandi
Árni Kr. Einarsson, meðstjórnandi
Þóra Björk Smith, meðstjórnandi

Uppstillingarnefnd stillti upp tíu félögum til setu í trúnaðarráði. Að auki barst eitt framboð, frá Kjartani Emil Sigurðssyni. Listinn í heild er því sem hér segir: Arndís B. Sigurgeirsdóttir, Ágústa R. Jónsdóttir, Bjarni Benedikt Björnsson, Dofri Örn Guðlaugsson, Eydís H. Hermannsdóttir, Eymundur Gunnarsson, Fjalar Ólafsson, Guðlaugur Kristmundsson, Kjartan Emil Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir og Lilja S. Sigurðardóttir. Af þessum ellefu frambjóðendum eru tíu kosin á aðalfundi.

Ekki bárust mótframboð við tillögu uppstillingarnefndar um félagslega skoðunarmenn reikninga, þá Ragnar Ragnarsson og Sigurjón Guðmundsson.

Ekki bárust tillögur að lagabreytingum.

Aðeins félagar með gilt félagsskírteini árið 2004 njóta kjörgengis, atkvæðisréttar og réttar til fundarsetu á aðalfundi. Styrktarfélagar með gilt skírteini árið 2004 njóta réttar til setu á aðalfundi en ekki atkvæðisréttar og kjörgengis. Hægt er að greiða félagsskírteini við upphaf aðalfundar.

One Comment

Skrifaðu athugasemd