12. Stjórnarfundur 2020

By 9. janúar, 2020apríl 29th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mætt: Þorbjörg, Daníel, Bjarndís, Edda, Rósanna, Unnsteinn, Sigurður Júlíus, Marion
Ritari: Bjarndís

Fundur settur: 17:14

1. Samþykkt síðustu fundargerðar

Fundargerð síðasta fundar samþykkt með smávægilegum breytingum á orðalagi.

2. Fundur stjórnar og trúnaðarráðs í janúar

Fundur verður 18. janúar frá 12-17. Skemmtilegur vinnufundur framundan þar sem Villi Vill mun aðstoða hópinn við að móta stefnu, gildi S78 og fleira. Sjálfboðaliðakvöldverður verður sama kvöld. Heiðrún verður með yfirumsjón með honum. Unnsteinn hjálpar Eddu með skemmtiatriði og fleira.
Finna þarf aðstöðu fyrir fundinn sjálfan.

3. Viðburðir framundan

Sjálfboðaliðakvöldverður
Þinn réttur gagnvart lögunum
Kynheilsa

4. Aðalfundur

Aðalfundur verður 8. mars nk. Stefnt á að halda fundinn sjálfan á sunnudegi en vera með dagskrá, fyrirlestra og fl. á laugardegi, partý um kvöldið.
Tillaga að hafa kynningarfund sunnudaginn 1. mars sem Daníel sér um. Þar verði talað um mikilvægi aðalfundar og frambjóðendum gefið tækifæri á að kynna sig. Tillagan samþykkt.
Rætt um mögulega dagskrá helgarinnar en umræðan verður tekin upp aftur á næsta stjórnarfundi.

5. Fjárhagsáætlun

Framkvæmdastjóri kynnir for-fjárhagsáætlun ársins 2020 fyrir stjórn. Framundan eru spennandi tímar auk þess sem nú verður hægt að bæta upp tap síðasta árs og er það gleðiefni.
Starfsmannamál rædd.

6. Alþjóðlegur sjálfboðaliði (AUS)

Sjálfboðaliði frá AUS hefur lýst yfir áhuga á að koma til vinnu hjá S78. Viðkomandi hefur reynslu af vinnu með hælisleitendum og yrði hjá okkur fram í ágúst. Yfir þessu ríkir spenningur og framkvæmdastjóri mun hafa samband á morgun.

7. Nemar í MPA námi

Nemar í MPA námi við Háskólann í Reykjavík hafa nálgast S78 og hafa mögulega áhuga á að starfa með Samtökunum sem hluti af sínu námi. Erindið rætt.

8. Lagabreytingar

Rætt um lagabreytingar fyrir aðalfund og hvernig vinna á með tillögur stjórnar. Þorbjörg býður sig fram í lagabreytinganefnd stjórnar.

9. Ársskýrsla

Framkvæmdastjóri biður stjórn um að skoða ársskýrslu og bæta við atriðum svo öllu sé haldið til haga.

10. BUGL

S78 mun í samstarfi við Trans ísland og Transvini bregðast við þeim fregnum sem borist hafa frá BUGL um að ekki verði lengur starfandi teymi í málefnum trans barna á BUGL.

11. Hælisleitendur

Framkvæmdastjóri upplýsir um tvö mál þar sem einstaklingar telja sig þurfa að sanna kynhneigð sína. Framkvæmdastjóri hefur kannað þetta mál. Útlendingastofnun vill alls ekki fá myndir sem sanna kynhneigð fólks eins og hafi verið í umræðunni. Þetta virðist vera byggt á misskilningi.

12.Önnur mál

Reykjavíkurborg samþykkti tveggja miljóna króna hækkun til félagsmiðstöðvarinnar. Málefni félagsmiðstöðvarinnar rædd.
Framkvæmdastjóri upplýsir stjórn um fyrirhugaðar framkvæmdir á kjallara. Framtíðarhúsnæðishugmyndir ræddar.
Fundartími ræddur þar sem fimmtudagur virðist henta síður vel. Umræðan verður tekin á SLACK rás stjórnar.
Rætt um nýtt listráð.
Næsti fundur verði boðaður 30. janúar, ef það hentar meirihluta stjórnar. Verður rætt frekar á SLACK.

Fundi slitið 19:28

926 Comments

Skrifaðu athugasemd