NÝ OG ENDURBÆTT VEFSÍÐA

By 21. desember, 2005Fréttir

Í dag birtist á vefnum ný vefsíða Samtakanna ´78. Sú síða sem gestir á slóð félagsins þekkja fór í loftið fyrir tæpum sex árum og hefur notið mikilla vinsælda og aðsóknar, en víkur nú fyrir nýrri og endurbættri síðu. Tómas Hjálmarsson hefur hannað útlit nýju síðunnar en fyrirtækið INNN annaðist uppsetningu hennar og forritun. Ritstjóri síðunnar er Hrafnkell T. Stefánsson.

Í dag birtist á vefnum ný vefsíða Samtakanna ´78. Fyrsta vefsíða félagsins fór í loftið árið 1997, en síðan sem gestir á slóð félagsins þekkja best hóf göngu sína fyrir tæpum sex árum og hefur notið mikilla vinsælda og aðsóknar. Hún víkur nú fyrir nýrri og endurbættri síðu. Tómas Hjálmarsson hefur hannað útlit nýju síðunnar en fyrirtækið INNN annaðist uppsetningu hennar og forritun. Ritstjóri síðunnar er Hrafnkell T. Stefánsson.

Með nýrri síðu og bættri tækni bjóðast nýir möguleikar sem stjórn félagsins vonar að gestir kunni vel að meta. Hér birtast fréttir og tilkynningar á forsíðu en ekki á innsíðum eins og áður, og á forsíðu er reglulega vakin er sérstök athygli á athyglisverðum greinum í greinasafni. Þá verða nú til nýir efnisflokkar eins og Viðtal mánaðarins og Pistilinn skrifar sem væntanlega verða lifandi umræðu til mikils framdráttar. Við rifjum auk þess daglega upp umræðu fortíðar með því að minna á hana í Mola dagsins, minnug þess að engin er framtíðin án fortíðar.

Sem fyrr er það eitt meginmarkmið síðunnar að miðla vönduðum fróðleik um málefni samkynhneigðra og tvíkynhneigðra og því er sérstök áhersla lögð á að afla greina og ritgerða sem nýtast má öllum þeim sem vilja menntast um samkynhneigð fræði og málefni. Einstaka atriði sem notið hafa vinsælda á eldri síðu eru enn ekki komin í gagnið á þeirri nýju, en það stendur til bóta á næstu dögum.

Stjórn Samtakanna ´78 þakkar öllum þeim sem unnu að því að gera nýju síðuna að veruleika og biðja lesendur vel að njóta.

Skrifaðu athugasemd