FYRIRLESTRARÖÐ: ÓPERUHOMMINN

By 26. janúar, 2006Fréttir

Í vetur bjóða Samtökin ´78 til hádegisfyrirlestra í Háskóla Íslands. Sex fræðimenn, innlendir og erlendir, fjalla um margvísleg fræðasvið sín undir yfirskriftinni „Kynhneigð – Menning – Saga“. Meðal fyrirlesara eru tveir heimsfrægir fræðimenn, Susan Stryker frá Bandaríkjunum og Ken Plummer frá Bretlandi. Fyrirlestrarnir eru haldnir í samvinnu við félagsvísindadeild HÍ, RIKK – Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, Hugvísindastofnun HÍ, FSS – Félag STK-stúdenta og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fyrirlestrarnir eru haldnir annan hvern föstudag í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar, þeir hefjast kl. 12 á hádegi og eru öllum opnir.

ÓPERUHOMMINN

Föstudagur 24. febrúar flytur Haukur F. Hannesson, tónlistarmaður og listrekstrarfræðingur, erindi sem hann nefnir Óperuhomminn – List og menningarpólitík frá samkynhneigðu sjónarhorni. Þar fjallar Haukur um það hvernig hommar og lesbíur hafa flúið til listarinnar og hvernig listin hefur flúið þau á harðahlaupum, hvött áfram af gagnkynhneigðarrembu, hómófóbíu og skipulagðri og óskipulagðri menningar¬pólitík sem í eitt skipti fyrir öll átti að koma reglu á óregluna. Hinir samkynhneigðu hafa hins vegar hangið í skottinu á listinni og ekki sleppt henni.

One Comment

  • Kolitis ist eine Entzündung Ihres Dickdarms, auch Dickdarm genannt. Wenn Sie an Kolitis leiden, werden Sie Beschwerden und Schmerzen im Unterleib verspüren. Diese Beschwerden können mild sein und über einen langen Zeitraum wiederkehren oder schwerwiegend sein und plötzlich auftreten.

Skrifaðu athugasemd