Mikið fjölmenni var á styrktardansleik Hinsegin Bíódaga sem haldinn var á einum glæsilegasta ballstað landsins, Iðusölum við Lækjargötu, síðastliðið laugardagskvöld. Leynigestur kvöldsins var engin önnur en hin óviðjafnanlega Silvía Nótt sem gerði bókstaflega allt vitlaust…
Mikið fjölmenni var á styrktardansleik Hinsegin Bíódaga sem haldinn var á einum glæsilegasta ballstað landsins, Iðusölum við Lækjargötu, síðastliðið laugardagskvöld. Leynigestur kvöldsins var engin önnur en hin óviðjafnanlega Silvía Nótt sem gerði bókstaflega allt vitlaust…
Kvöldið byrjaði á hressilegri upphitun DJ-Bling og DJ-Dagnýjar. Allt iðaði því af lífi í Iðusölum og danskinn dunaði þegar aðalplötusnúðu kvölsins, DJ Páll Óskar Hjálmtýsson, mætti til leiks til þess að þeyta skífum skemmta hommum og lesbíum – og að sjálfsögðu öllum öðrum sem mættu þetta kvöld. Hápunktur kvöldsins var þó óneitanlega heimsókn íslenska stórstirnisins Silvíu Nætur. Silvía Nótt, sem hefur móðgað sig inn í hjörtu allra landsmanna, tók lagið Diva með Dönu International ásamt fylgdarsveinum sínum þeim Homma og Nammi sem stigu trylltan dans.
Sem fyrr segir var ballið haldið til styrktar Hinsegin bíódögum sem fara fram í Reykjavík dagana 16.-26. mars í þriðja sinn. Dregið var í happadrætti á ballinu og geta vinningshafar vitjað vinninga á skrifstofu Samtakanna ’78. Dregnir voru út miðar númer 36 og 120 og hljóta vinningshafarnir miða á opnunarhátíð kvikmyndadagana, og miðar númer 26 og 205 og hljóta vinningshafar passa hátíðarinnar sem gildir á fjórar sýningar að eigin vali auk miða á opnunarhátíðina. Dagskrá hinsegin bíódaga verður auglýst á næstu dögum. -EÓT & BHB
takipçi satın al