LJÓSMYNDASÝNING Í REGNBOGASAL

By 15. febrúar, 2006Fréttir

Á næstu mánuðum verður haldin röð listasýninga í Regnbogasal Samtakanna ´78 á Laugavegi 3. Fyrstur ríður á vaðið Svavar G. Jónsson með ljósmyndasýningu sem hann nefnir: “Úr safninu mínu, hefur þú áhuga að…” Sýningin opnar laugardaginn 18. febrúar og býður Svavar og Samtökin ’78 til opnunarveislu milli klukkan 17.00 og 19.00 af því tilefni. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru allir hjartanlega velkomnir.

Á næstu mánuðum verður haldin röð listasýninga í Regnbogasal Samtakanna ’78 á Laugavegi 3. Svavar G. Jónsson ríður á vaðið með ljósmyndasýningu sem hann nefnir: Úr safninu mínu, hefur þú áhuga að…” Sýningin opnar laugardaginn 18. febrúar og býður Svavar og Samtökin ´78 til opnunarveislu milli klukkan 17.00 og 19.00 af því tilefni. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru allir hjartanlega velkomnir.

Svavar G. Jónsson er áhugaljósmyndari og byrjaði að taka ljósmyndir rétt um fermingu: Ég fór með alla fermingarpeningana mína og keypti mér myndavél og búnað í myrkraherbergið. Síðan þá hef ég fengist við þetta mis mikið mikið, en þetta eru víst 40 ár á næsta ári.” Svavar er félagi í ljósmyndafélaginu Ljósálfar en þeir eru sex félagarnir og misjafnlega mikið lærðir í ljósmyndun. Svavar er að mestu leyti sjálfsmenntaður og hefur dálæti á svart hvítum ljósmyndum. Hann segist vera frekar gamal dags” og að hann hafi aldrei fest sig við eitthvað eitt form. Myndirnar á þessari skemmtilegu sýningu Svavars eru af ýmsum toga, ekkert eitt ákveðið þema heldur frekar eins og yfirlit í gegnum árin hjá honum.

Ljósmyndasýningin opnar sem fyrr segir lagardaginn 18. febrúar kl. 17 –19 og verður boðið upp á drykk og léttar veitingar. Allir velkomnir!

-HG & HTS

Skrifaðu athugasemd