SAMTÖKIN ´78 KÆRA GUNNAR ÞORSTEINSSON

By 1. mars, 2006Fréttir

Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Samtakanna ´78, hefur fyrir hönd félagsins lagt fram kæru til lögreglu á hendur Gunnari Þorsteinssyni, forstöðumanni Krossins fyrir ummæli í grein hans “Bréf úr Kópavogi”sem birtist í í Morgunblaðinu sunnudaginn 26. febrúar sl. Kæran er borin fram á grundvelli 233a gr. í almennum hegningarlögum þar sem m.a. er kveðið á um fjársektir og fangelsi fyrir að ráðast með háði, rógi, smánun eða ógnun opinberlega á mann eða hóp manna vegna kynhneigðar þeirra.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Samtakanna ’78, hefur fyrir hönd félagsins lagt fram kæru til lögreglu á hendur Gunnari Þorsteinssyni, forstöðumanni Krossins fyrir ummæli í grein hans „Bréf úr Kópavogi“ sem birtist í í Morgunblaðinu sunnudaginn 26. febrúar sl. Kæran er borin fram á grundvelli 233a gr. í almennum hegningarlögum þar sem m.a. er kveðið á um fjársektir og fangelsi fyrir að ráðast með háði, rógi, smánun eða ógnun opinberlega á mann eða hóp manna vegna kynhneigðar þeirra. 

Í kærunni minnir formaður félagsins á þá skýlausu skyldu ríkisvaldsins að vernda minnihlutahópa lögum samkvæmt gegn rógi, níði og smánun hvar sem slíkt er borið fram á opinberum vettvangi.

RÓGUR OG NÍÐ Í SJÖ LIÐUM

Tilefni kærunnar eru fyrst og fremst þær skoðanir hins kærða á fjölskyldum samkynhneigðra sem hann telur upp í sjö liðum í grein sinni. Segir formaður félagins í kærunni að þar grípi hinn kærði fordóma úr lausu lofti og tjái sem óvefengjanlegan sannleika. Einnig segir hún í kærunni: „Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvílíkan sársauka og þjáningu það veldur heilum þjóðfélagshópi, samkynhneigðum og börnum þeirra, sem skipta hundruðum hér á landi, að mega þola slíkar staðhæfingar opinberlega, nema hlutur þeirra verði réttur með málsókn ákæruvaldsins og refsingu.“

Skrifaðu athugasemd