KIRKJA, TRÚ OG SAMKYNHNEIGÐ

By 25. september, 2006Fréttir

Kennarar: dr. Kristinn Ólason rektor, dr. Arnfríður Guðmundsdóttir dósent, sr. Kristján Valur Ingólfsson lektor, Grétar Einarsson verslunarmaður o.fl.

Á námskeiðinu verður fjallað um þau atriði sem helst greinir á um hvað varðar afstöðu kirkjunnar til
samkynhneigðra. Velt verður upp spurningum eins og hvernig túlkum við Biblíuna í málum sem þessum. Farið verður yfir drög að áliti Kenningarnefndar kirkjunnar sem nú liggja fyrir og guðfræðilegur bakgrunnur þeirra skoðaður. Kynntar verða tillögur að ritúali til notkunar við blessun á staðfestri samvist. Einnig verður fjallað um trú, kirkju og samkynhneigð út frá sjónarhorni samkynhneigðra, reynslu þeirra og veruleika.

Tími: Þriðjudagar 10.10. – 31. 10., kl. 18.00-20.00
Fjögur skipti
Staður: Grensáskirkja

Nánari upplýsingar eru á netsíðu Leikmannaskóla
Þjóðkirkjunnar; www.kirkjan.is/leikmannaskoli

Skrifaðu athugasemd