LEIÐTOGANÁMKSEIÐ FYRIR UNGMENNAHÓP

By 31. janúar, 2007Fréttir

Samtökin ´78 bjóða félögum í ungliðahópi, á aldrinum 14-20 ára, upp á sex vikna leiðtoganámskeið.

Dagskráin byggist á æfingum í framkomu, framsögn og uppbyggingu á ræðum. Teknar eru fyrir ýmsar tegundir ræðuhalds. Við munum fara yfir helstu grunnatriði þeirrar tækni sem leiðbeinendur/fyrirlesarar og stjórnendur hópa þurfa að búa yfir til þess að skila sem bestum árangri í starfi sínu. Farið er yfir grunnatriði eins og undirbúning, notkun hjálpartækja og aðferðir. Stórum hluta námskeiðsins er varið í huglægari umfjöllum um fræðslu fyrir fullorðna og/eða á jafningjagrundvelli. Námskeið fyrir alla sem hafa eitthvað til málanna að leggja og vilja koma vel fyrir opinberlega.

Námskeiðið hefst sunnudaginn 11. febrúar og kennt verður hvert sunnudagagskvöld frá kl. 19-21 til 18. mars.

Leiðbeinadni er Svanfríður Lárusdóttir

-Samtökin ´78

2 Comments

Skrifaðu athugasemd