ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: TILBOÐ TIL FÉLAGSFÓLKS

By 13. mars, 2007Fréttir

ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN sýnir Í okkar nafni út mars. Á sýningunni verða tvö frumsamin verk eftir hina þekktu danshöfunda André Gingras og Roberto Oliván.

„Gáskinn og krafturinn sem frá flokknum stafaði skilaði sér beint til áhorfendanna“
Lilja Ívarsdóttir, Morgunblaðið 27/02 2007

SOFT DEATH OF A SOLITARY MASS EFTIR ANDRÉ GINGRAS
Hinn kanadíski André Gingras hefur unnið víðs vegar um Evrópu á undanförnum árum. Hann er þekktur fyrir að skapa róttæk verk um eldfim efni. Í verkinu skoðar ber Gingras saman skordýraríki (hegðun og líkamsbyggð) við samfélag mannanna og skapar þannig verk sem endurspeglar líkamann og hæfileika hans til umbreytingar.
Tónlistin í verki hans er frumsamin af belgíska tónskáldinu Jurgen DeBlonde.

„Spennandi heimur töfra og dulúðar“ Lilja Ívarsdóttir, Morgunblaðið 27/02 2007

IN THE NAME OF THE LAND EFTIR ROBERTO OLIVÁN
Spánverjinn Roberto er maður hitans og Miðjarðarhafsins og hafa verk hans vakið verðskuldaða athygli víðs vegar um Evrópu. Oliván sækir innblástur sinn til náttúru Íslands, óbeislaðra krafta landsins og geislandi fegurðar. Þá skoðar hann samband manna við náttúruna – bæði gott og slæmt.. Öflugt verk um málefni sem varðar okkur öll. Tónlist í verkinu er eftir meistarann Jón Leifs.

Miðaverð er 2.600 kr. en félagar í Samtökunum ´78 fá tvo miða á 4000 kr.


Miðapantanir í síma 568 8000 eða midasala@borgarleikhus.is
Einnig er hægt að hafa samband við Bryndísi Nielsen
í síma 588 0900 netfang bryndis@id.is

Skrifaðu athugasemd