RÁÐSTEFNA UM MANNRÉTTINDI Í NORRÆNA HÚSINU

By 1. apríl, 2007Fréttir

 

 

Mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna. Áhrif þeirra, framkvæmd og tengsl við Mannréttindasáttmála Evrópu

Ráðstefna Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands.

Norræna húsið, mánudaginn 2. apríl kl. 13.30.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

 

DAGSKRÁ:

13.30: Ráðstefnan sett.  

13:35: Ávarp utanríkisráðherra, Valgerðar Sverrisdóttir

13.45:  Francoise Hampson, prófessor við lagadeild Essexháskóla og sérfræðingur undirnefndar Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna:

Gagnsemi Sameinuðu þjóðanna við framkvæmd alþjóðlegra mannréttindaskuldbindinga.

The effectiveness of the UN system for implementation of international human rights obligations. 

14.15: Elisabeth Palm, sérfræðingur í Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna,  fyrrum dómari við Mannréttindadómstól Evrópu:

Tengsl alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg- og stjórnmálaleg réttindi og Mannréttindasáttmála Evrópu.

The interrelationship between the UN Covenant on Civil and Political Rights and the European Convention on Human Rights and interpretation methods.

14.45: Kaffihlé    

15.15: Eivind Smith, prófessor við lagadeild Óslóarháskóla:

Er lögfesting nauðsynleg til að tryggja innleiðingu samninganna I landsrétt? Reynsla Norðmanna.

Incorporation of the Covenants into national law- A necessary condition for their implementation? Experience from Norway.

15.45: Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands:

Samspil stjórnarskrárbundinna mannréttinda og réttinda sem tryggð eru í samningum Sameinuðu þjóðanna frá 1966.

The interplay between Constitutional rights and Covenant rights. 

16.15: Pallborðsumræður:   Þátttakendur verða auk fyrirlesara: Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

17.00 Ráðstefnuslit. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Fundarstjóri er Brynhildur G. Flóvenz, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Markmið ráðstefnunnar er að fjalla um þýðingu alþjóðasamninga Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg- og stjórnmálaleg réttindi og efnahagsleg, menningarlega og félagsleg réttindi frá 1966 fyrir alþjóðlega mannréttindavernd. Eftirlitskerfi samninganna tveggja verður skoðað, einkum kæruleið Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna en einnig verður fjallað um kæruleið sem fyrirhugað er að koma á fót með nýjum viðauka við samninginn við efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

Þá verður samspil samninganna tveggja, Mannréttindasáttmála Evrópu og Mannréttindadómstóls Evrópu skoðað og túlkunaraðferðir Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindadómstóls Evrópu bornar saman. Áhrif samninganna á landsrétt og dómstóla á Norðurlöndum verða rædd en einnig verður fjallað sérstaklega um tengsl réttinda samninganna og stjórnarskrárbundinna réttinda og hver áhrif lögfesting samninganna hefur haft í Noregi.  

UM FRÆÐIMENN:

Francoise Hampson, sérfræðingur í undirnefnd Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, er lögmaður og prófessor við Essexháskóla. Hún hefur kennt í háskólum víða um heim, starfað fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins, Oxfam og Save the Children Fund. Francoise er varaformaður Children and Armed Conflict Monitoring Unit og situr í stjórn Bresku Mannréttindastofnunarinnar. Francoise Hampson hefur flutt fjölda mála við Mannréttindadómstól Evrópu en sérsvið hennar eru mannréttindi, vopnuð átök, mannúðarlög  og Mannréttindasáttmáli Evrópu.

Elisabeth Palm, sérfræðingur í Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna var áður dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og varaformaður dómstólsins. Elisabeth er með meistarapróf í lögum frá Uppsalaháskóla en hún hefur starfað í sem sérfræðingur í ýmsum nefndum og ráðum er snerta mannréttindi, kennt í háskólum í Evrópu og birt fjölda fræðigreina. 

Eivind Smith, er með meistara- og doktorspróf í lögum frá Uppsalaháskóla. Hann er prófessor í lögum við Oslóarháskóla og leiðir rannsóknarráð lagadeildarinnar þar sem hanna var áður forseti. Eivind er varaforseti sérfræðingaráðs Evrópuráðsins er fjallar um sjálfsstjórn sveitarfélaga en hann vinnur sem sérfræðiverkefni fyrir ráðið einkum á sviðum er varða þingræði, umboðsmannastofnanir og endurskoðun dómsvalda.

Björg Thorarensen, lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands og er með meistarapróf í lögum frá Edinborgarháskóla. Björg er prófessor við lagadeild Háskóla Íslands en var áður skrifstofustjóri á löggæslu- og dómsmálaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins og umboðsmaður ríkisstjórnar Íslands við Mannréttindadómstól Evrópu. Hún hefur tekið þátt í starfi ýmissa mannréttindanefnda á vegum Evrópuráðsins en helstu fræðasvið Bjargar eru stjórnskipunarréttur, þjóðaréttur, alþjóðlegar mannréttindareglur, stjórnsýsluréttur og opinbert réttarfar.

Ragnar Aðalsteinsson, hæstarréttarlögmaður, lauk embættisprófi fá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað á flestum sviðum lögfræðinnar en starfar nú helst á sviði, fjarskiptaréttar, eignaréttar, höfundarréttar, stjórnskipunarréttar og mannréttinda. Ragnar hefur gegnt stöðu stjórnarformanns Mannréttindaskrifstofu Íslands og forseta lögmannafélagsins. Ragnar hefur birt fjölda fræðigreina um lögfræði í innlendum og erlendum fræðiritum.

Oddný Mjöll Arnardóttir, lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands og doktorsgráðu í lögum frá Edinborgarháskóla. Hún er prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, héraðsdómslögmaður og var aðalmaður í Vísindasiðanefnd 2003-2006. Oddný hefur flutt fyrirlestra um mannréttindi víða um heim og birt fjölda greina um lögfræðileg efni í innlendum og erlendum fræðiritum.

Brynhildur G. Flóvenz, lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands. Brynhildur er lektor við lagadeild Háskóla Íslands og formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Helstu fræðasvið Brynhildar eru kvennaréttur, mannréttindi, réttindi fatlaðra, sifja- og erfðaréttur og almannatryggingaréttur en Brynhildur hefur birt fjölda greina um lögfræðileg efni í ýmsum fræðiritum.

 

 

Skrifaðu athugasemd