AÐALFUNDUR HINSEGIN BÍÓDAGA

By 18. apríl, 2007Fréttir

Aðalfundur Hinsegin bíódaga verður haldinn 30. apríl kl. 17:30 í félagsheimili Samtakanna ´78, Laugavegi 3.

Dagskrá

1. Kosning fundarstjóra og fundarrita

2. Skýrsla stjórnar

3. Áritaðir reikningar fyrra árs

4. Staðfesting á tilnefningu í nýja stjórn

5. Lagabreytingar

6. Önnur mál

Rétt til fundarsetu hafa allir félagsmenn aðildarfélaganna – FSS og Samtakanna ´78 með gilt félagsskírteini. Hafa þeir málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir fulltrúar fráfarandi og nýrrar stjórnar, en aðildarfélögin skipa hvort um sig tvo fulltrúa í stjórn.

-Stjórn Hinsegin bíódaga

Skrifaðu athugasemd