HINSEGIN TANGÓ Á Q-BAR

By 26. júlí, 2007Fréttir

Fimmtudaginn 23. ágúst kl. 20 – 22 verður á Q-bar í Ingólfsstræti 3 kynning og kennsla fyrir byrjendur og lengra komna í hinsegin tangó. Lærið um argentískan tangó frá hinsegin sjónarhorni –  allir munu læra að fylgja og leiða danssporin.

Per Berséus, sem kennir hinsegin tagó í Svíþjóð, og María Shanko, tangódansari og kennari munu leiða okkur í gegnum fyrstu skrefin og útskýra hugmyndafræðina á bakvið hinsegin tangó.

Pör sem og einstaklingar eru velkomin á lærdómsríkt og öðruvísi námskeið. Verð aðeins 500 kr.

Upplýsingar á heimasíðunni tangoadventure.com eða í síma 847 3566 .

– Q bar

 

2 Comments

Skrifaðu athugasemd