OPNI SAMTAKADAGURINN

By 17. september, 2007Fréttir

Opni Samtakadagurinn verður haldinn í fyrsta sinn þann 29. September næstkomandi milli kl. 10:30 – 17 í Regnbogasal Samtakanna ´78. Á Opna Samtakadeginum ætlum við að bjóða alla velkomna í heimsókn til okkar og kynna fjölbreytt starf Samtakanna ’78 sem og hinna fjölmörgu starfshópa og félaga sem starfa á vettvangi hinsegin fólks á íslandi.

Opni Samtakadagurinn verður haldinn í fyrsta sinn þann 29. September nk. milli kl. 10:30 og 17 í Regnbogasal Samtakanna ´78. Á Opna Samtakadeginum er opið hús í félagsmiðstöðinni á Laugavegi 3 og ætlum við að bjóða alla velkomna til þess að kynnast fjölbreyttu starfi Samtakanna ´78 sem og hinna fjölmörgu starfshópa og félaga sem starfa á vettvangi hinsegin fólks á Íslandi.

Opni Samtakadagurinn er opinn öllum og ætlum við að bjóða sérstaklega velkomna alla sem hafa áhuga á að taka þátt í félagsstarfinum eða kynna sér það að öðru leiti. Einnig viljum við kynna fyrir almenningi þá þjónustu sem Samtökin ´78 veita svo sem ráðgjöf og bókasafn.

Opni Samtakadagurinn er vettvangur til að kynnast hinsegin menningunni frá ýmsum hliðum!

Dagskrá

 10:30  FAS – félag aðstandenda samkynhneigðra. Ingibjörg Guðmundsdóttir segir frá starfi þeirra
 11:00  Hommabolti. Guðmundur Hannesson segir St. Styrmi og hugmyndafræði félagsins.
 11:30  Bland í poka á bókasafni. Þorvaldur Kristinsson kynnir safnið og les upp nokkrum gullmolum sem þar leynast.
 12:00  Málefni transgender fólks og gagnkynhneigt gildismat. Anna Jonna Ármansdóttir segir frá félaginu Trans-Ísland.
 12:30  Ungliðahópur Samtakanna ´78 og FSS – félag hinsegin stúdenta. Arna Arinbjarnardóttir og Bryjnar Hermansson segja frá starfi hópanna.
 13:00  Gay Pride. Heimir Már Pétursson segir frá í máli og skrautlegum myndum.
 13:30  Góðir Gestir. Verðlaunamynd eftir Ísold Uggadóttur.
 14:00  Fríða og blakið. Fríða Agnarsdóttir segir frá blakliði KMK og sýnir myndir frá páskablakmóti evrópskra kvennablakliða sem haldið var hér á landi.
 14:30  Bræðrabylta. Verðlaunastuttmynd eftir Grím Hákonarson.
 15:00  Ráðgjöf og fræðsla. Guðbjörg Ottósdóttir, Katrín Jónsdóttir og Frosti Jónsson kynna ráðgjafar- og fræðslustarf Samtakanna ´78.
 15:30  Skrifað undir samstarfssamning Flugfélags Íslands og Samtakanna ´78.
 16:00  Verndarvættirnar. Hilmar Magnússon segir frá samstarfsverkefni Samtakanna ´78 og Íslandsdeildar Amnesty International.

One Comment

Skrifaðu athugasemd