YFIRLÝSING VEGNA SAMÞYKKTAR KIRKJUÞINGS

By 25. október, 2007Fréttir

Samtökin ´78 fagna viljayfirlýsingu Þjóðkirkjunnar þess efnis að prestum hennar verði heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra fáist til þess heimild í lögum. Frá því að lögin um staðfesta samvist tóku gildi árið 1996 hefur Þjóðkirkjan beðist undan aðkomu sinni að löggerningnum staðfestri samvist og er ákvörðun kirkjunnar því ánægjulegt skref í átt að réttarþróun undanfarinna ára og almennum viðhorfum í samfélaginu.

Samtökin ´78 fagna viljayfirlýsingu Þjóðkirkjunnar þess efnis að prestum hennar verði heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra fáist til þess heimild í lögum. Frá því að lögin um staðfesta samvist tóku gildi árið 1996 hefur Þjóðkirkjan beðist undan aðkomu sinni að löggerningnum staðfestri samvist og er ákvörðun kirkjunnar því ánægjulegt skref í átt að réttarþróun undanfarinna ára og almennum viðhorfum í samfélaginu.

Fyrir tilstilli Alþingis hefur réttarstaða samkynhneigðra verið leiðrétt að fullu, ef undan er skilinn réttur trúfélaga til þess að vígja samkynhneigð pör í hjúskap. Lögin um staðfesta samvist hafa því úrelst, og samþykki alþingi umræddan vígslurétt þá er þörfin á sérlöggjöf til handa samkynhneigðum að engu orðin. Það er dapurlegt að um leið og kirkjan stígur skref í átt til jafnréttis þá skuli hún sjá sig knúna til þess að beita orðræðu útilokunnar um hjónabandið. Fimm ríki í veröldinni hafa nú þegar stígið skrefið til fulls og tekið upp eina hjúskaparlöggjöf sem gildir jafnt fyrir alla óháð kynhneigð. Annars staðar, svo sem í Bandaríkjunum, hefur skilgreining hjónabandsins sem sáttmála karls og konu hins vegar verið notuð til þess að löggilda mismunun. Samtökin ´78 undra sig á því hvað það er sem vakir fyrir Þjóðkirkjunni að koma fram með þess háttar yfirlýsingu nú.

f.h Samtakanna ´78

Frosti Jónsson formaður, Hrafnhildur Gunnarsdóttir varaformaður og Hrafnkell T. Stefánsson framkvæmdastjóri

 

 

 

Skrifaðu athugasemd