TÓNLEIKAR MEÐ HELGA HRAFNI

By 31. október, 2007Fréttir

Helgi Hrafn Jónsson gítar- og básúnuleikari með meiru heldur tónleika í Regnbogasal Samtakanna ´78 fimmtudagskvöldið 1. Nóvember. Helgi hefur vakið athygli með hljómsveitum á borð við Beefelk og Bosanova auk þess að hafa leikið á básúnu með Sigur rós.

Helgi Hrafn er fæddur í Reykjavík 1979. Hann hóf snemma að leika á básúnu og vakti nokkra athygli með unglingahljómsveit sinni Bossanova bandið. Eftir útskrift úr einleikaradeild Tónlistarskóla Reykjavíkur 1999 hélt Helgi til Austurríkis og útskrifaðist þaðan 2004 með meistaragráðu frá Universität für Musik und Darstellende Kunst. Helgi hefur getið sér gott orð í tónlistarlífi Austurríkis og mun sem dæmi halda tónleika á næsta ári í hinu virta Konzerthaus í Vínarborg. Hljómsveit hans Beefólk hefur ferðast vítt og breitt um Evrópu og Asíu. Þá hefur Helgi komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Röddum Evrópu. Helgi hefur leikð með Sigur rós, bæði í hljóðveri og víðsvegar um heiminn. Fyrsta sólóplata Helga kom út fyrir tveimur árum og hlaut góðar viðtökur og lofsamlega dóma.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er aðgangur ókeypis.

 

One Comment

  • Lesabahis Giriş, sektörün en eski ve güvenilir bahis siteleri arasında adını tüm dünyaya duyurmayı başaran Avrupa merkezli bir bahis sitesidir. Lesabahis giriş bilgisi dönem dönem güncellenmektedir. Bu bilgiye ulaşmak için lütfen sitemizi takip ediniz.

Skrifaðu athugasemd