KVENNAKVÖLD Í REGNBOGASAL

By 23. nóvember, 2007Fréttir

KMK heldur kvennakvöld í Regnbogasal Samtakanna ´78 laugardagskvöldið 24. nóvember kl. 20. Nýkjörin stjórn félagsins kynnir starfið sem er framundan í vetur og einnig verður upp á stutt vínsmökkunarnámskeið frá fyrirtækinu Matur og vín. Á eftir verður svo slegið upp hefðbundnu KMK kvennakvöldi! KMK heldur kvennakvöld í Regnbogasal Samtakanna ´78 laugardagskvöldið 24 nóvember kl. 20.

Fjölskyldufyrirtækið Vín og matur býður gestum að smakka þau eðalvín sem fyrirtækið flytur inn. Sagt verður frá uppruna og eiginleikum vínanna og gestir fræddir um sögu þeirra og menningu. Þátttaka í vínsmökkun kostar 1.500 kr. Þá verður haldin léttvínspottur þar sem þátttakendur geta lagt flösku í púkkið!

Þetta kvöld er fyrir allar stelpur, hvort sem þær vilja taka þátt í vínsmökkuninni eða ekki – mætum og skemmtum okkur saman!

-KMK

Skrifaðu athugasemd