Á SLÓÐIR SÖGUPERSÓNA ÚR BÓKUM ELÍASAR MAR

By 7. desember, 2007Fréttir

Laugardaginn 8. desember efnir bókaútgáfan Omdúrman til borgargöngu í miðborg Reykjavíkur. Í göngunni verður slóð sögupersóna í skáldsögum Reykjavíkurhöfundarins Elíasar Marar rakin. Í göngunni verður staðnæmst við gamla Hótel Skjaldbreið í Kirkjustræti, Sóðabar eða Langabar í Aðalstræti, Billjardstofu á Vesturgötu, gamla Sjálfstæðishúsið við Austurvöll og Hressingarskálann. Leiðsögumaður í göngunni verður Hjálmar Sveinsson höfundur bókarinnar „Nýr penni í nýju lýðveldi: Elías Mar“. Í göngunni mun Hjálmar lýsa sögusviðinu í skáldsögum Elíasar og segja frá örlögum söguhetjanna.

Gangan hefst við Alþingishúsið klukkan 14.00. Hún endar á Hressingarskálanum þar sem lesið verður upp úr bókinni um Elías Mar og lagið Chibaba, chibaba sett á fóninn.

 

-Omdúrman

 

 

One Comment

Skrifaðu athugasemd