KARLA DÖGG OPNAR SÝNINGU Í REGNBOGASAL

By 15. janúar, 2008Fréttir

Karla Dögg Karlsdóttir opnar sýningu í Regnbogasalnum 15. mars kl. 15 og sýnir þar ljósmyndir. Þær eru teknar í hennar fyrstu ferð til Berlínar sumarið 2007.

 

Karla Dögg Karlsdóttir er fædd á Ísafirði 1964. Hún útskrifaðist úr Myndlista og handíðaskóla Íslands 1999, stundaði einnig nám í Kungliga konstakademin Stockhólmi 1998 og University of art and design, Helsinki 1999. Hún stundar nú kennaranám við Listaháskóla Íslands, veturinn 2007-2008. Karla hefur haft nokkrar einkasýningar m.a í Regnbogasal Samtakanna ’78 2003 og einnig tekið þátt í fjölda samsýninga síðastliðin 10 ár. Karla vinnur í ólík efni, hlustar á það sem kallar á hana hverju sinni.

 

One Comment

Skrifaðu athugasemd