Hælisumsókn Mehdi Kazemi, 19 ára gamals Írana, var vísað frá fyrir skemmstu og mun hann vera sendur aftur til Bretland þar sem hans bíður brottvísun til Írans. Kazemi flutti til Bretlands árið 2005 til að læra ensku. Á meðan hann dvaldi þar frétti hann að kærasti hans hefði verið tekinn af lífi. Kazemi sótti því um hæli í Bretlandi en umsókn hans var hafnað. Honum tókst naumlega að flýja til Hollands áður en honum var gert að flytja úr landi.
Hælisumsókn Mehdi Kazemi, 19 ára gamals Írana, var vísað frá fyrir skemmstu og mun hann vera sendur aftur til Bretland þar sem hans bíður brottvísun til Írans.
Kazemi flutti til Bretlands árið 2005 til að læra ensku. Á meðan hann dvaldi þar frétti hann að kærasti hans hefði verið tekinn af lífi. Kazemi sótti því um hæli í Bretlandi en umsókn hans var hafnað. Honum tókst naumlega að flýja til Hollands áður en honum var gert að flytja úr landi.
Hollensk yfirvöld neita að fjalla um hælisumsókn hans vegna svokallaðrar „fyrstalandsreglu“ sem kveður á um að flóttamaður skuli sækja um hæli í því landi sem hann kemur fyrst til eftir að hafa flúið heimaland sitt.
Kazemi óttast að verða tekinn af lífi í Íran þar sem kærasti hans viðurkenndi að þeir ættu í ástarsambandi. Einnig óttast Kazemi að fjölmiðlaathyglin sem mál hans hefur fengið muni leiða til þess að hann fái dauðadóm verði honum snúið aftur til Írans, en í landinu hefur fólk verið tekið af lífi fyrir það eitt að vera samkynhneigt.
Þeir sem vilja þrýsta á um að Kazemi verði ekki sendur aftur til Írans er bent á undirskriftalista á eftirfarandi slóð:
http://www.ipetitions.com/petition/UKMADHI/index.html
-Íris Ellenberger