Samtökin ’78 auglýsa starf framkvæmda- og fjáröflunarstjóra félagsins laust til umsóknar. Við leitum að einstaklingum sem hafa áhuga á að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi umhverfi sem hefur upp á margt að bjóða.
Samtökin ’78 auglýsa starf framkvæmda- og fjáröflunarstjóra félagsins laust til umsóknar. Við leitum að einstaklingum sem hafa áhuga á að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í lifandi umhverfi sem hefur upp á margt að bjóða.
Helstu verkefni framkvæmda- og fjáröflunarstjóra:
>> Umsjón með daglegum rekstri þjónustu- og menningarmiðstöðvar
>> Skipulagning viðburða á vettvangi félagsins
>> Fjáröflun
>> Markaðs- og kynningarstarf
>> Þjónusta við félagsmenn
>> Útgáfumál
Menntunar- og hæfniskröfur:
>> Háskólapróf sem nýtist í starfi
>> Góð tölvuþekking
>> Gott vald á íslensku og ensku
>> Frumkvæði, metnaður og skipulögð vinnubrögð
>> Samskiptahæfileikar og jákvætt hugarfar!
Áhugasamir sendi inn ferilskrá með upplýsingum um menntun og fyrri störf á netfangið office@samtokin78.is fyrir 17. maí n.k. Gætt verður fyllsta
trúnaðar varðandi allar umsóknir
Samtökin ’78 eru hagsmuna- og baráttusamtök samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks á Íslandi. Á vettvangi félagsins starfar mikill fjöldi fólks að fjölbreyttum verkefnum. Samtökin ’78 reka menningar- og þjónustumiðstöð að Laugavegi 3.
-Samtökin ´78
#tesirlisoğutmabüyüsü