EIN HJÚSKAPARLÖGGJÖF FYRIR ALLA FULLVEÐJA EINSTAKLINGA Í NOREGI

By 7. júlí, 2008Fréttir

Þann 11. júní síðastliðinn samþykkti norska Stórþingið nýja og bætta hjúskaparlöggjöf fyrir alla fullveðja einstaklinga. Norðmenn hafa með þessu stigið mikilvægt skref í átt að fullu jafnfrétti fyrir alla, óháð kynhneigð.

Þann 11. júní síðastliðinn samþykkti norska Stórþingið nýja og bætta hjúskaparlöggjöf fyrir alla fullveðja einstaklinga. Norðmenn hafa með þessu stigið mikilvægt skref í átt að fullu jafnfrétti fyrir alla, óháð kynhneigð. Þessi lagasetning hefur ekki einungis áhrif á hjúskaparlöggjöfina heldur einnig á barnaverndarlög og lög um ættleiðingar og gervifrjóvgun. Þessar breytingar munu meðal annars hafa í för með sér að samkynhneigð pör geta fengið kirkjulegar hjónavígslur, gift samkynhneigð pör eiga möguleika á því að ættleiða börn og lesbíur munu geta gengist undir gervifrjóvgun. Fjörugar og langar viðræður áttu sér stað á norska þinginu áður en að hin nýju hjúskaparlög voru loks samþykkt með miklum meirihluta. Á vefslóðinni hér að neðan má finna umræður norskra stjórnmálamanna um málið.

http://www.stortinget.no/otid/2007/o080611-01.html

One Comment

Skrifaðu athugasemd