SAMKYNHNEIGÐIR NJÓSNARAR HJÁ LEYNIÞJÓNUSTU BRETA

By 18. ágúst, 2008Fréttir

Danmarks Radio greindi í dag frá áhugaverðri stefnubreytingu bresku leyniþjónustu hennar hátignar (MI5 og MI6). Breytingin fólst í því að leyniþjónustan tók nýverið upp á því að auglýsa í fyrsta skipti eftir njósnurum en áður hafði nýliðun MI5 (innanríkisdeild leyniþjónustunnar) og MI6 (alþjóðadeild leyniþjónustunnar) farið fram með leynilegri hætti.

Danmarks Radio greindi í dag frá áhugaverðri stefnubreytingu bresku leyniþjónustu hennar hátignar (MI5 og MI6). Breytingin fólst í því að leyniþjónustan tók nýverið upp á því að auglýsa í fyrsta skipti eftir njósnurum en áður hafði nýliðun MI5 (innanríkisdeild leyniþjónustunnar) og MI6 (alþjóðadeild leyniþjónustunnar) farið fram með leynilegri hætti. Þessari stefnubreytingu er ætlað að auka á fjölbreytni stofnunarinnar og þar með gera hana skilvirkari og betri en áður. Um leið opnast dyrnar formlega fyrir samkynhneigða njósnara, enda eru þeir sérstaklega nefndir í auglýsingu MI5 og MI6.  Sjá betur frétt á DR: www.dr.dk/Nyheder/Udland/2008/08/18/080508.htm

Ætli það leynist einhver efni í góða samkynhneigða njósnara hér á landi? A.m.k. höfum við sum hver mikla reynslu í því að fela okkur í fjöldanum.

Skrifaðu athugasemd