SANDI DUBOWSKI Í REGNBOGASAL SAMTAKANNA ´78

By 2. október, 2008Fréttir

Föstudaginn 3. október kl. 12.00 mun Sandi Dubowski fjalla um kvikmyndirnar Heilagt ástarstríð og Trembling before G-d á umræðufundi í Regnbogasal Samtakanna ´78, Laugavegi 3, 4. hæð. Sandi DuBowski er framleiðandi kvikmyndarinnar Heilagt ástarstríð (A Jihad for Love) sem nú er sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík og fjallar um samkynhneigða múslima og togstreitu trúar og kynhneigðar.

Föstudaginn 3. október kl. 12.00 mun Sandi Dubowski fjalla um kvikmyndirnar Heilagt ástarstríð og Trembling before G-d á umræðufundi í Regnbogasal Samtakanna ´78, Laugavegi 3, 4. hæð. Sandi DuBowski er framleiðandi kvikmyndarinnar Heilagt ástarstríð (A Jihad for Love) sem nú er sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík og fjallar um samkynhneigða múslima og togstreitu trúar og kynhneigðar. Hann er einnig leikstjóri heimildamyndarinnar Skjálfandi andspænis G (Trembling before G-d), sem fjallar um samkynhneigða í hópi heitttrúaðra hassída og strangtrúaðra gyðinga.

Sandi DuBowski lítur svo á að trúarbrögðin séu eitt það helsta sem enn brennur á jafnréttisbaráttu kynjanna svo og frelsisbaráttu homma og lesbía. Þar hefur hann einkum í huga íslam og gyðingdóm bókstafstrúarmanna en einnig kristna söfnuði mormóna, kaþólskra og hvítasunnumanna. Sandi DuBowski mun í þessu spjalli deila með okkur persónulegri reynslu sinni af því að framleiða heimildamyndir um samkynhneigð og trú og velta því fyrir sér hvernig slíkar kvikmyndir geti haft áhrif á einstaklinga, trúarsamfélög og leiðtoga þeirra – hvar svo sem takmörk þess liggja.

Skrifaðu athugasemd