Aðalfundur FAS

By 7. maí, 2009Fréttir

 

 Boðað er til aðalfundar FAS (Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra) miðvikudaginn 13. maí 2009 kl. 20:00, í félagsmiðstöð Samtakanna´78, Laugavegi 3, 4. hæð.

Dagskrá:

1.  Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.
• Kosning fundarstjóra og  fundarritara.
• Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi samtakanna.
• Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
• Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga og afgreiðsla þeirra.
• Lagabreytingar.
• Kosning formanns.
• Kosning annarra stjórnarmanna.
• Ákvörðun um félagsgjald.
• Önnur mál.

2. Katrín Jónsdóttir, fráfarandi fræðslustjóri Samtakanna´78, mætir á fundinn og segir okkur frá fræðslustarfi samtakanna í grunn- og framhaldsskólum.

Nýir félagar eru boðnir sérstaklega velkomnir.
Framboð til stjórnar.

Eftirtaldir stjórnarmenn gefa ekki kost á sér til endurkjörs: Sigrún Björnsdóttir, vara¬formaður; Þórdís Þórðardóttir, gjaldkeri; Laufey Þórðardóttir, ritari; Ingibjörg S. Guð¬munds¬dóttir, meðstjórn¬andi; Ása Björk Ólafsdóttir, meðstjórnandi.

Guðrún Rögnvaldardóttir, formaður, gefur áfram kost á sér í stjórn

Það vantar fjóra aðila til viðbótar í stjórn og er hér með óskað eftir framboðum.

Við hvetjum fólk sem vill leggja okkur lið að gefa sig fram. 

Framboðum skal skila inn til formanns (sími 899 5295, gudrun@stadlar.is) eða til fundarstjóra á aðalfundi.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórnin. 

Skrifaðu athugasemd