MARK-fyrirlestur þriðjudaginn 20. mars kl. 12-13, Árnagarði 423:
Siðafár og samfélagslegar breytingar: Áhrif fjölmiðla á baráttu samkynhneigðra.
Gunnhildur Steinarsdóttir, MA í blaða- og fréttamennsku.
Fjölmiðlar hafa mikil áhrif í réttindabaráttu samkynhneigðra. Í erindinu verður orðanotkun og orðræða um samkynhneigða í Morgunblaðinu greind frá
1920-2006 út frá kenningum um frávik (e. deviance) og siðafár (e. moral panic). Rannsóknin sýnir að siðafár leiðir til breytinga og dæmi um það er
breytt orðræða þar sem orð eins og kynvilla og kynhvarfi hafa vikið fyrir orðum eins og hommi, lesbía og samkynhneigð. Breytt hugtakanotkun sýnir
aftur batnandi stöðu samkynhneigðra.
ÖLL VELKOMIN
MARK – Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna