Svíþjóð – Þingnefnd um ættleiðingar samkynhneigðra lýkur störfum

By 4. mars, 2001Fréttir

Frettir Þingnefnd sænska þingsins hefur skilað nefndaráliti þar sem lögð er til breyting á lögum sem felur í sér aukna vernd fyrir börn samkynhneigðra.

Nefndarálitið felur í sér að samkynhneigðum verði til jafns við aðra gert það kleyft að ættleiða börn samvistarmaka, og einnig að þeir geti fengið rétt til almennra ættleiðinga að undangengnu hefðbundnu prófi. Mikill meirihluti nefndarinnar er hlynntur hinum nýju tillögum, það er einungis fulltrúi Kristilega þjóðarflokksins sem er mótfallinn þeim.

72 Comments

Skrifaðu athugasemd