9. Stjórnarfundur 2014

By 8. september, 2014júní 8th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Fundurinn var haldinn að Suðurgötu 3 í Reykjavík og hann sátu Hilmar Magnússon formaður (HM), Svandís Anna Sigurðardóttir varaformaður (SAS), Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson gjaldkeri (VIV), Kamilla Einarsdóttir ritari (KE), Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir meðstjórnandi (AÞÓ), Gunnar Helgi Guðjónsson meðstjórnandi (GHG) og Valgerður Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi trúnaðarráðs (VJ).
Forföll: Örn Danival Kristjánsson
Auk stjórnar sat fundinn, Árni Grétar Jóhannsson (ÁGJ) framkvæmdastjóri.

Ár 2014, mánudaginn 8. september kl. 17.30 var haldinn fundur stjórnar Samtakanna ‘78.
Hilmar Magnússon ritaði fundargerð.

1. Dagskrá næstu þriggja mánaða – 8.9.2014 til 1.12.2014

Til að bæta verklag og upplýsingaflæði samþykkir stjórn að bæta við í fundargerð lið með dagskrá næstu þriggja mánaða frá og með hverjum fundi, sem og lið um forgangsmál. Ennfremur að dagskrá verði miðlað með áberandi og reglulegum hætti til félagsmanna.

dags. kl. viðburður/verkefni staður
12.9.14 16.30 Form. í móttöku í Bandaríska sendiráðinu Sendiráð USA
23.9.14 Bi Visibility Day – Bókafn S78 afhent Borgarbókas
23.9.14 15.00 Bi Visibility Day – Bókafn S78 afhent Þjóðarbókhl
6.10.14 12.00 Erindi formanns hjá Sagnfræðingafélagi Sagnfr.félagið
8.10.14 – 11.10.14 Ársþing ILGA Europe Riga, Lettland
Október Jafnréttisdagar HÍ – Hinsegin kvöldstund
17.10.14 Jafnréttisdagar HÍ – „Streit friendly“ partí
20.10.14 – 21.10.14 Fundur um „Networks Against Hate“ Madríd, Spáni
Október Haustfundur stjórnar og trúnaðarráðs óákveðið
Nóvember Félagsfundur um fjárhagsáætlun o.fl. óákveðið
27.11.14 No Hate ráðstefna Madríd, Spáni
1.12.14 Alþjóðlegi AIDS dagurinn óákveðið

2. Forgangsmál

Almennt félagsstarf – Brotthvarf Arnar Danival Kristjánssonar úr stjórn

Örn Danival Kristjánsson meðstjórnandi hefur tilkynnt formanni að sökum anna sjái
hann sér ekki fært að taka áfram þátt í stjórnarstörfum og hyggist draga sig í hlé. Stjórnin færir Erni kærar þakkir fyrir framlag sitt og óskar honum velfarðnaðar í lífi og starfi. Skv. gr. 4.5 og gr. 5.4 í lögum félagsins skipar trúnaðarráð úr sínum röðum fulltrúa í stað þess sem hverfur á braut, þó ekki formann trúnaðarráðs, fram að næsta aðalfundi. Stjórn samþykkir að fela HM að tilkynna trúnaðarráði þannig að ráðið geti komið saman sem fyrst til að skipa nýjan fulltrúa í stjórn.

Ábyrgð: HM – Í vinnslu.

Alþjóðamál – Ársþing ILGA Europe í Riga, Lettlandi 8. til 11. október 2014

Formaður og varaformaður hafa verið skráð til leiks á ráðstefnuna. Undirbúningur felst fyrst og fremst í að greiða þátttökugjöld fyrir 16. september, bóka flug og gistingu sem fyrst og greiða árgjald S78 að ILGA. Ákvörðun um efnislegt innihald og áherslur S78 á þinginu frestað til næsta fundar. Formaður hefur rætt að nýta tækifærið og viðra á þinginu hugmyndir um stofnun alþjóðastofnunar sem vinni að málefnum hinsegin fólks á vettvangi Sameinuðu þjóðanna – í takti við þær hugmyndir sem fram komu í ræðum Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrum forsætisráðherra á World Pride í Toronto í júní og á Reykjavík Pride í ágúst.

Ábyrgð: ÁGJ, HM, SAS og VIV – Í vinnslu.

Alþjóðamál – Verkefnið „Redes contra el Odio” (Networks against hate)

HM upplýsti um fyrirhugaðan fund vegna verkefnisins í Madríd á Spáni þann 20. október nk. Skipa þarf fulltrúa strax til að sækja fundinn og eins til mögulega að sækja ráðstefnu um sama málefni í Madríd í nóvember nk. Viðburðirnir eru S78 að kostnaðarlausu. Stjórn samþykkir að senda Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur alþjóðafulltrúa á fundinn í október og á ráðstefnuna í nóvember. AÞÓ verður í sambandi við skipuleggjendur ytra vegna þessa.

Ábyrgð: AÞÓ. – Í vinnslu.

Húsnæðismál – Suðurgata 3

Unnið var að því hörðum höndum í lok ágúst að rýma Laugaveg 3, selja húsgögn o.fl. og flytja niður á Suðurgötu. Þá var Laugavegur 3 þrifinn og afhentur nýjum eigendum. Formleg lyklaskipti voru sunnudaginn 31. ágúst kl. 17 en flutningum og þrifum var lokið mánudaginn 1. september og fenginn flutningabíll til verksins sem formaður stýrði. Staða framkvæmda á Suðurgötu er sú að nú þarf að rífa veggi svo hægt sé að halda áfram. Ekki nóg þátttaka í framkvæmdum og spurning hvort trúnaðarráð hafi hugmyndir? Næstu skref eru þau að eftir að pípari og smiður hafa lokið sinni vinnu er hægt að setja niður tímaramma á málningu og parketlagningu o.s.frv. Fulltrúar úr stjórn og trúnaðarráði koma í vikunni í niðurrif. Stefnt að fundi í VUMS sem fyrst.

Menning og viðburðir – Formaður í móttöku hjá ameríska sendiráðinu

Borist hefur boð frá sendiráðinu um að sækja mótttöku til að kveðja núverandi upplýsingafulltrúa sendiráðsins og bjóða nýjan velkominn. Formaður hyggst sækja boðið. Viðburðurinn krefst ekki undirbúnings.

Ábyrgð: HM – Í vinnslu.

Menning og viðburðir – Bi Visibility Day og formleg afhending bókasafns S78

Formaður hefur sett sig í samband við starfsfólk Þjóðarbókhlöðu og Borgarbókasafns vegna viðburða sem S78 vilja halda á hvorum stað fyrir sig og fela í sér formlega afhendingu á safnkosti bókasafns S78 til safnanna. Stjórn S78 hefur gert tillögu við aðila um að afhending fari fram þriðjudaginn 23. september n.k. en þá er haldinn hátíðlegur alþjóðlegur Bi Visibility Day. Stjórnin telur kjörið að nýta þennan dag fyrir þennan tímamótaviðburð í sögu félagsins, enda fellur það vel að áherslum hennar um að auka sýnileik
a þeirra hópa sem oft vilja falla í skuggann þegar rætt er um hinsegin málefni opinberlega, í þessu tilfelli bi-, pan-, andro-, gyro- og fluid fólks. Viðburðurinn felur í sér stutt erindi formanns, móttöku þiggjanda og jafnvel stuttan upplestur á texta sem tengist gjöfinni og Bi Visibility Day. Áhersla er lögð á að bi, pan, andro, gyro og fluid fólk sé í forgrunni, ásamt þeim sem komið hafa að rekstri og umsýslu bókasafnsins í gegnum tíðina. Formaður hefur haft samband við Atla Þór Fanndal félagsmann, en hann hefur boðist til að aðstoða með efni varðandi daginn og að reyna að virkja áhuga fjölmiðla á málefnum dagsins.

Ábyrgð: HM og ÁGJ – Í vinnslu.

Menning og viðburðir – Jafnréttisdagar HÍ – Hinsegin kvöldstund og lokahóf

HM upplýsti að jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands, Arnar Gíslason, hefði haft samband við formann í lok ágúst og óskað eftir þátttöku S78 í jafnréttisdögum skólans í október. Eftir umræður í stjórnar- og trúnaðarráðshópi S78 á Facebook hafi HM, SAS og USJ hitt fulltrúann á fundi 1. september sl. til að ræða mögulega þátttöku. Niðurstaðan hafi verið sú að stefna á þátttöku, í samvinnu við starfshóp um Jafnréttisdaga og jafnvel Q og Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs HÍ. Mögulega einnig Listaháskóla Íslands. Engin kostnaður félli á S78 og undirbúningur, t.d. bókun tónlisaratriða yrði að miklu leyti í gegnum jafnréttisfulltrúa HÍ. Félagið þyrfti hins vegar að virkja fólk til þátttöku í undirbúningi og hugmyndavinnu. Um væri að ræða tvo viðburði, ódagsett „Kvöld með hinsegin fólki“ og lokahóf þann 17. október. HM sagði frá hugmyndum að nálgunum sem ræddar hefðu verið á fundinum 1. september. Eftir umræður í stjórn var ákveðið að S78 myndu draga sig að mestu út úr verkefninu enda gæti stjórn í ljósi núverandi aðstæðna, flutninga og framkvæmda, ekki lofað nægum mannskap til verkefnisins. HM og SAS tilkynni Arnari um þetta.

Ábyrgð: ÁGJ og GHG – Í vinnslu

Ráðstefnur, erindi, málþing o.fl. – Erindi formanns hjá Sagnfræðingafélagi Íslands

Formaður mun halda erindi ásamt Írisi Ellenberger sagnfræðingi undir yfirskriftinni „Að skrifa eigin sögu“ þann 7. október nk. Fyrirlestrarnir eru í röð hádegisfyrirlestra sagnfræðingafélags Íslands en röðin ber heitið Söguskoðun að fornu og nýju. HM og Íris munu m.a. taka á málefnum hinsegin sögu, heterónormatívu í söguskoðun og hvernig sagnaritun horfir við hinsegin fólki.
Ábyrgð: HM og ÁGJ – Í vinnslu.

3.Staða annarra mála sem unnið er að

Málefni transfólks – Fundur með sérfræðiteymi

SAS upplýsti að þann 3. september sl. hefðu hún, Ugla Stefanía Jónsdóttir og Sigurður Júlíus Guðmundsson átt góðan fund með sérfræðiteymi um málefni transfólks á Landsspítala. Umræður.

Ábyrgð: SAS – Lokið.

Upplýsinga- og kynningarmál – Heimasíðu- og vefmál

Rætt um vefmál. Beðið er greinargerðar Sigurðar Júlíusar Guðmundssonar þar að lútandi. Umræður um mögulegan nýjan vef.

Ábyrgð: HM – Í vinnslu.

Ráðgjöf – Lögfræðiráðgjöf til félagsmanna S78

ÁGJ upplýsti um lögfræðiráðgjöf á vegum S78 sem nú hillir undir að geti orðið að veruleika með hausti. Umræður.

Ábyrgð: ÁGJ – Í vinnslu.

Öðru frestað til næsta fundar 15. september nk.

4.Önnur mál

Menning og viðburðir – Bears on Ice

Rætt var um Bears on Ice hátíðina sem haldin var nýlega.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.10

970 Comments

Skrifaðu athugasemd