Eftirfarandi gefa kost á sér til starfa fyrir Samtökin ´78 félagsárið 2015-2016.
Formaður: Hilmar Hildarson Magnússon
Hilmar Hildarson Magnússon býður sig fram til endurkjörs sem formaður Samtakanna ’78. Helstu áherslur eru:
"Samtökin ‘78 eiga áfram að vera sýnilegt og kröftugt baráttuafl fyrir réttindum, menningu og frelsi hinsegin fólks til að njóta lífsins á eigin forsendum – innan lands sem utan. Samtökin eru mikilvæg rödd, baráttutæki og þjónustustofnun. Ég vil efla þessi kjarnahlutverk og takast á við verkefnin með opinni og gagnrýnni umræðu, sýnileika og samstarfsvilja. Ég vil hlúa að öllu félagsfólki en leggja sérstaka rækt við hópa og málefni sem of oft falla í skuggann, t.d. málefni aldraðra, fólks af erlendum uppruna, stöðu tvíkynhneigðra og heilsu hinsegin fólks. Ég vil nálgast mál af nærgætni og virðingu og bjóða þannig allt hinsegin fólk velkomið á vettvang.
Stormasamur vetur og óviðráðanlegar tafir við nýtt félagsheimili hafa reynt mikið á félagið. Ég biðst afsökunar á þessu en tel okkur þó hafa haldið dampi – og vel það. Við stóðum að dagskrá á alþjóðadegi tvíkynhneigðra, fögnuðum með Trans Íslandi og Intersex Íslandi á alþjóðadögum og fögnuðum 1. desember með HIV-Íslandi. Við ræddum hinsegin sögu á málþingi sagnfræðinga, hinsegin orðræðu á degi íslenskrar tungu og tókum þátt í alþjóðaverkefnum. Við héldum jólabingó og -böll, sendum inn umsagnir um lagafrumvörp og tókum þátt í nefndastarfi ráðuneyta. Við unnum fræðslubækling sem kemur út von bráðar og fleira er í vinnslu. Við tókum virkan þátt í fjölmiðlaumræðu og ræddum m.a. blóðgjafir, málefni intersex og trans fólks, fjölskyldur, hatursorðræðu og skipan fulltrúa í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar.
Fræðsluteymi, ráðgjafar og ungliðar hafa starfað af krafti við erfiðar aðstæður. Ég hef fengið að kynnast því góða starfi sem þetta frábæra fólk sinnir, hlustað og uppgötvað hvað það er mikilvægt að hlúa vel að og virkja grasrótina. Veita félagsfólki raunverulega hlutdeild í starfinu. Félagsfólki hefur fjölgað og ég hvet alla til að slást í hópinn og vinna með okkur að spennandi verkefnum.
Í vetur höfum við rætt við Reykjavíkurborg um endurnýjun á þjónustusamningi og hækkuð framlög og nú er það ríkisvaldið. Af þessu tilefni réðumst við í að móta stefnu og markmið um kjarnastarfsemi okkar, greina þarfir og skilgreina betur þjónustuna. Afraksturinn er grunnur að þjónustulýsingum fyrir ráðgjöf, fræðslu- og ungliðastarf. Markmiðið er aukin gæðin og betri árangur við fjármögnun. Ákveðið var að byrja á kjarnastarfseminni en taka svo allt til endurskoðunar – í virku samstarfi við starfshópa og félagsfólk.
Framundan er opnun Suðurgötu í apríl/maí og veglegt innflutningspartý í vor. Svo þarf áherslan að vera á sýnileika, upplýsingar, innra starf og þjónustu. Endurskoða þarf skipulag, halda áfram að skýra starfsemina, opna upp starfshópa og bæta frekar upplýsingastreymið, inn á við og út á við. Ég stefni því að fleiri félagsfundum um skipulag og innra starf og ákveðin þemu, að styrkja kjarnastarfið, bæta við starfshópum í samræmi við áherslur Samtakamáttarins 2013, t.d. varðandi innlytjendur, hælisleitendur/flóttafólk, og eldra hinsegin fólk. Rauður þráður verður virkari upplýsingamiðlun – með greinaskrifum og eflingu vefsvæðis.
Ég er 38 ára lattelepjandi hommi í 101-um og á son með tveimur vinkonum. Ég hef MA gráðu í alþjóðasamskiptum og BA gráðu í arkitektúr og er alþjóðafulltrúi á skrifstofu borgastjóra. Ég elska tónlist, listir og leikhús og er búinn að horfa á nýjustu seríuna af House of Cards. Ég hef töluverða reynslu af félags- og stjórnmálum og er félagi í Amnesty, styð Stígamót, Rauða krossinn og Landvernd. Og já, ég er femínisti."
Varaformaður: María Rut Kristinsdóttir
Ég heiti María Rut Kristinsdóttir og vil endilega gefa kost á mér sem varaformaður Samtakana '78. Ég fæddist með óbeislaða réttlætiskennd sem hefur verið minn drifkraftur í gegnum tíðina. Ég er með B.Sc gráðu i Sálfræði (útskrifaðist í júní 2013) og á háskólaárunum var ég virk í starfi Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ). Á þeim árum var ég Háskólaþingsfulltrúi (í tvö ár), sat í Háskólaráði (í tvö ár), var í Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands og vann að gerð Jafnréttisáætlunar 2013-2017. Sat í Gæðaráði Háskóla Í
;slands og var að lokum formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands í eitt ár (2013-2014).
Þegar ég gegndi embætti formanns SHÍ þá tók ég að mér alls kyns trúnaðarstörf og stjórnarstörf sem óþarfi er að telja upp sem voru verulega lærdómsrík. Ég hef einnig verið talskona Druslugöngunnar frá árinu 2013 en Druslugangan hefur það að markmiði að uppræta kynferðisofbeldi og færa skömmina þangað sem hún á heima; hjá gerendum.
Ég hef brennandi áhuga á öllu er viðkemur því að berjast fyrir hagsmunum ákveðinna hópa sbr. SHÍ og Druslugangan. Í dag starfa ég sem markaðsstjóri GOmobile. Ég er í sambúð og trúlofuð Ingileif Friðriksdóttur og saman eigum við Þorgeir Atla sem verður 8 ára í nóvember. Við ætlum að gifta okkur sumarið 2015 og án Samtakanna og fólksins sem barist hefur fyrir réttindum hinsegin fólks á Íslandi gæti raunveruleikinn verið allt annar. Því langar mig að leggja mitt á vogarskálarnar fyrir Samtökin '78. Bestu kveðjur, María Rut.
Gjaldkeri: Steina Dögg Vigfúsdóttir
Steina Dögg heiti ég, 26 ára, og er nýlegur meðlimur í Samtökunum '78. Ég hef ekki mikið verið kennd við félagsstörf en hef áhuga á að sýna lit og bjóða mig fram í stöðu gjaldkera þetta árið. Ég á þriggja ára son og er atvinnuflugmaður að mennt en stefni á nám í öðrum greinum.
Ritari: Jósef S. Gunnarsson
Hæ hæ kæru félagsmenn. Ég heiti Jósef S Gunnarsson Brynhildarson. Kallaður oftast Jobbi. Ég er 34 ára, búsettur í borgini en hef alist upp og búið víða. Er einhleypur. Ég er með gagnfræðapróf frá Réttarholtsskóla en verið á vinnumarkaði síðan, og löngu áður einnig! Ég hef seinustu 15 ár unnið við verslunar og þjónustustörf. Ég starfa hjá fyrirtækjaþjónustu Póstsins í dag. Ég hef mikið fylgst með réttindum hinseginfólks í gegnum tíðina. Ég er mikill jafnræðissinni og þoli illa misrétti.
Ég hef verið viðloðin félagsstörf seinustu ár. Ég var í starfsmannafélagi Rúmfatalagersins sem formaður í 2 ár. Sá á þeim tíma um meðal annars um tvær árshátíðir. Var einnig trúnaðarmaður á sama stað. Ég var í félagi ungra jafnaðarmanna og tók þátt í þeirra starfi þegar ég gat.
Ég býð mig fram til ritara því ég vill leggja mitt að mörkun til Samtakana og taka þátt í þeirra innra starfi. Ég hef verið félagsmaður í Samtökunum ´78 síðan 2011 en fylgst með starfi þeirra allt frá því að ég vissi að þau væru til um það leyti sem ég kom útur skápnum kringum 2000. Ég hlakka til að fá taka þátt og fá að leggja mitt af mörkum í starfi Samtakanna ´78.
Alþjóðafulltrúi: Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir
Ég steig mín fyrstu skref inn í samtökin '78 þegar ég var 18 ára gömul með þátttöku í ungliðahreyfingu samtakanna. Síðan þá hef ég starfað með ýmsum hinsegin félögum. Ég byrjaði sem alþjóðafulltrúi Q- félags hinsegin stúdenta árið 2008 og tók svo við sem formaður félagsins árið 2009.
Ég hef setið í stjórn ANSO- samtaka norrænna, baltneskra og pólskra hinsegin stúdentafélaga. Ég hef tekið þátt í fjölda ráðstefna á vegum ANSO víðsvegar í Evrópu og skipulagði eina slíka hér á Íslandi árið 2009 sem bar titilinn A Queer Wonderland. Ég hef setið í jafnréttisnefnd stúdentaráðs Háskóla Íslands og tók þátt í því að endurvekja jafnréttisdaga háskólans í september 2009.
Innan samtakanna '78 hef ég setið í trúnaðarráði á árunum 2010 til 2011 og tók einnig þátt í jafningafræðslu þeirra, þar sem ég heimsótti fjölda grunnskóla. Í dag er ég Alþjóðafulltrúi Samtakanna ´78 og hef sinnt því hlutverki í bráðum ár og leita eftir þínum stuðningi til áframhaldandi starfa.
Meðstjórnandi (2 embætti):
Kitty Anderson
Kitty Anderson b
ýður sig fram sem meðstjórnanda Samtakanna 78. Ég er 33 ára, fæddist í Reykjavík, ólst upp í Skotlandi og á Egilsstöðum en bý í Reykjavík með manni og stjúpsyni og gegni þjónustuhlutverki við kettina tvo sem eiga heimilið.
Ég hef brennandi áhuga á mannréttindum almennt en þá sérstaklega hjá þeim hópum sem búa við flókna skörun mannréttindabrota. Helstu áhugasvið eru þó mannrréttindamál hinsegin fólks og hælisleitenda. Ég hef einnig áhuga á félagsmálum, þá sérstaklega félagsmálum ungmenna, og tel forvarnarstarf gegn einelti gegna lykilhlutverki í uppeldi framsýnnar og sterkrarkynslóðar.
Á síðastliðnu ári voru intersex málefni formlega innlimuð í samþykktir ILGA og Intersex secritariat var kosið. Það er ljóst að intersex málefni munu skipa varanlegan sess í hinsegin starfi á heimsvísu og því tel ég það til hagsbóta fyrir bæði Samtökin og Intersex Ísland að ég bjóði krafta mína fram til stjórnarsetu hjá Samtökunum 78. Ég er núverandi formaður Intersex Íslands og sit í sjtórn Organisation Intersex International – Europe. Ég hef einnig setið í stjórn Karatefélagsins Þórshamars frá árinu 2011, síðastliðið ár sem gjaldkeri félagsins og næstkomandi ár sem ritari félagsins. Á árunum 2006-2008 gegndi ég hlutverkum félagslegs trúnaðarmanns og öryggistrúnaðarmanns á vinnustöðum. Varaframboð til trúnaðarráðs.
Setta María Mortensen
Setta hefur komið að störfum trúnaðarráðs Samtakanna en er einnig ein af umsjónaraðilum Ungliða S78. Hún býður sig nú fram í stöðu meðstjórnanda. Setta hefur brennandi áhuga á hinsegin jafnréttisbaráttu, femínisma og aktívisma en þegar hún er ekki að plana hinseginyfirráð hefur hún sérstakan áhuga á te og bjórdrykkju, þó helst ekki á sama tíma.
Síðastliðin 6 ár hefur Setta verið virkur þátttakandi í allskonar hinsegin starfi. Hún var í stjórn Q – félags hinsegin stúdenta í nokkur ár, sem formaður, varaformaður og meðstjórnandi, hefur tekið þátt í starfi á alþjóðlegum vettvangi, sótt ráðstefnur og starfað með ANSO og IGLYO sem eru fjölþjóðleg regnhlífasamtök sem vinna einkum með samtökum ungs hinsegin fólks. Þá hefur hún stýrt gleðigöngu Hinsegin daga, komið að skipulagningu ráðstefna og verið leiðbeinandi í sumarbúðum fyrir hinsegin ungmenni.
“Eins og sjá má á fyrri störfum hefur vinna með ungu fólki átt hug minn síðustu árin og ég nýt þess að vinna í góðum hópi af sjálfboðaliðum. Því hef ég sérstakan áhuga á að sjá Samtökin efla starf sitt með sjálfboðaliðum og félögum sem hafa áhuga á að bjóða fram krafta sína í þágu Samtakanna. Ég tel að gegnsæi og öflugt upplýsingaflæði sé grundvallar forsenda þess að hægt sé að ná til þeirra sem hafa áhuga á að starfa með félaginu og virkja fleiri til þátttöku í öllu starfi félagsins.
Önnur verkefni sem ég myndi gjarnan vilja beita mér fyrir er að halda uppi öflugri umræðu um margþætta mismunun hinsegin fólks, t.d. á grundvelli kyns, fötlunar, heilsu, uppruna, tungumálakunnáttu o.fl. því margbreytileiki hinsegin samfélagsins getur alltaf verið sýnilegri. Það er mikilvægt að gleyma því ekki að við komum úr öllum áttum og eigum mismunandi reynsluheim að baki sem oft má nýta til að gera starfið sem fjölbreyttast og aðgengilegast. "
Matthew Deaves
Matthew heiti ég og gef kost á mér sem meðstjórnanda. Ég er 22 ára Breti sem flutti (aftur) til Íslands í oktober í fyrra og nú vinn ég sem þjónn í miðbæ Reykjavíkur. Ég hef tekið þátt í baráttu hinsegin fólks í London, sérstaklega í mínum háskóla þar, m.a. með því að vera fulltrúi háskólans í bresku stúdentahreyfingunni.
Að flytja til annars lands er stórt skref. Og það er oft stærra skref ef maður er hinsegin. Mér finnst það skipta mestu máli að Samtökin séu til staðar fyrir alla í okkar samfélagi, bæði Íslendinga og útlendinga.Til að geta hjálpað, stutt, og styrkt fólk í okkar samfélagi, hvort sem það er alið upp í 101 eða flutt hingað fyrir nokkrum vikum. Við þurfum að muna að hinsegin fólk er fjölbreyttur hópur og við eigum öll að finna okkur velkomin í Samtökunum. Ég held að ég geti bætt við innra starf þeirra með því að nota mína reynslu, bæði sem nýkominn innflytjandi en líka reynslu mína í baráttunni yfirleitt í London. Þótt Bretland sé komið mjög langt í baráttu hinsegin fólks er margt eftir þar – eins og á Íslandi.
Framboð til setu í trúnaðarráði:
Viktor Stefánsson
Viktor Stefánsson heiti ég, ég er 23ja ára stjórnmálafræðinemi á þriðja ári og stunda nám við Háskóla Íslands. Ég hef áhuga á því að sitja í trúnaðarráði Samtakanna þar sem ég vil endilega fylgjast betur með innra starfi samtakanna.
Ég hef yfir nokkur ár verið meðlimur Ungra Jafnaðarmanna og sit nú í nefnd á vegum Félagsmálaráðherra sem fulltrúi Samfylkingarinnar í nefnd sem á að skila skýrslu og aðgerðaráætlun í þágu hinsegin fólks á Íslandi. Nefndin var skipuð seinasta vor og er Anna Pála fyrrv. formaður samtakanna varamaður Samfylkingarinnar í nefndina. Vinna mín í nefndinni hefur gefið mér aukinn áhuga á að taka þátt í innra starfi Samtakanna.
Daníel Haukur Arnarsson
Ég er 25 ára gamall, fæddur 28. febrúar 1990 í Reykjavík. Ég er alinn upp í Þorlákshöfn en flutti til Reykjavíkur 2011 og svo til Hafnarfjarðar árið 2012, en þar bý ég nú. Ég er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og er nú að vinna að því að ná í BA gráðu í Félagsfræði við Háskóla Íslands.
Ég hef verið svo lánsamur að vinna við ýmislegt skemmtilegt á liðnum árum. Ég hef verið starfandi með ungliðahreyfingu Vinstri grænna frá árinu 2008. Núverandi atvinna mín er hjá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði en þar sé ég um daglegan rekstur á skrifstofu.
Ég er í sambúð með Hólmari Hólm Guðjónssyni, háskólanema. Við eigum einn kött sem heitir Marsipan. Ég hef mikinn áhuga á mannréttindamálum og þá sérstaklega mannréttindum minnihlutahópa. Ég hef einnig áhuga á tónlist, söng, pólitík, mannlegum samskiptum, leiklist, söngleikjum og matreiðslu.
Júlía Margrét Einarsdóttir
Ég heiti Júlía Margrét Einarsdóttir og gef kost á mér í Trúnaðarráð Samtakanna. Ég er næstum 28 ára ritlistarnemi, einhleyp í sambúð með tveimur kisum. Ég hef verið vrikur þátttakandi í hinseginbaráttu síðan systir mín Kamilla systir sem dröslaði mér í allar kröfugöngur og öll mótmæli, dró mig í fyrstu gay-pridegönguna árið nítíuogeitthvað þegar þetta var enn aðeins fámenn kröfuganga og ég marseraði með púkablístru. Þátttaka mín í baráttunni hefur einnig falist í að halda hinsegin ljóðakvöld, hinsegin ljóðaslamm, skrifa og gefa út smásögur og ljóð um hinsegin ástir og um þessar mundir er ég að sækja um styrk fyrir kvikmyndahandriti um sama umfjöllunarefni.
Mér finnst mikilvægt að hinsegin ástir verði gerðar sem sýnilegastar í ljóðum, kvikmyndum, skáldskap og barnaefni og hef lagt nýtt námið mitt til að stuðla að því. Einnig hef ég setið í stjórn Q félags hinsegin stúdenta og tekið þátt í ýmiskonar málefnastarfi hjá samtökunum.
Ég get því miður ekki verið viðstödd á aðalafundinum þar sem ég verð stödd í Borgarnesi þar sem ég er með sýningu í Landnámssetrinu um Sturlungaöld. Á þeim tíma voru flestir neyddir í gagnkynhneigðan hjúskap og fólk þurfti að fara í felur með kynhneigð og kynvitund ef hún féll ekki undir gagnkynhneigða-normið. Það sökkar. Og það sem hræðilegast er er að víða í heiminum er það enn svo. Þessvegna þurfum við að vera sýnilegri, við þessi fjölbreytti hópur hinsegin fólks þurfum að vera háværari, skrifa okkur inn í söguna og útrýma hatri og fordómum. Þetta byrjar allt með einni púkablístru.
Mér þætti ólýsanlega vænt um að fá stuðning og tækifæri til að sitja í trúnaðarráði og taka þátt í starfi félagsins á árinu.
Alda Villiljós
Ég heiti Alda Villiljós og vil bjóða mig fram í trúnaðarráð. Eftir að ég flutti heim síðasta vor eftir sex ára dvöl erlendis hef ég verið virkt í að vekja athygli á málefnum non-binary og kynímyndafrjálsu fólki, en ég stofnaði óformlegan hóp non-binary íslendinga skömmu áður en ég flutti heim. Auk þess held ég úti bæði facebook síðu og tumblr bloggi þar sem ég miðla upplýsingum til almennings um það hvað non-binary er og vek athygli á þeirri mismunun og fordómum sem við verðum fyrir.
Búseta m&iacut
e;n erlendis opnaði augu mín fyrir ýmsum hliðum hinsegin hreyfingarinnar sem ég held að muni koma mér að góðum notum sem meðlimur trúnaðarráðs. Þar á meðal eru t.d. meðvitund um kynþáttafordóma, samtvinna femínismi, forréttindi og hvar hinir ýmsu hópar standa gagnvart öðrum með þau og fleira. Ég fékk líka dágóða innsýn í starfsemi RFSL í Stokkhólmi í gegnum vini mína sem vinna þar, en ég vann að því að gera dagatal fyrir RFSL fyrir árið 2014 með myndum af trans fólki og hjálpaði til við að gera dagatalið fyrir 2015 líka.
Ég hef sérstakan áhuga á tungumálum og orðanotkun og hef leikið mér að því að reyna að þýða hin ýmsu orð sem tengjast hinsegin fólki yfir á íslensku. Auk þess fylgist ég ágætlega vel með því hvernig orðanotkun á öðrum málum (ensku og sænsku aðallega) breytist og þróast, sérstaklega þegar kemur að niðrandi orðanotkun og bannorðum.
Ég er listljósmyndari að mennt og atvinnu, en titla mig helst sem þúsundþjalasmið. Ég er virkur sófa-aktívisti og hlakka til að geta notfært mér margþætta reynslu mína í samvinnu við Samtökin.
Angel P´Ojara
My name is Angel P'ojara 29 years old. I have been living in Iceland for the past 3years. I'm from Uganda where I was an active member of the LGBTQI struggle and movement and then had to leave due to the persecution of queer people. Since being in Iceland I have had the pleasure of working with S'78 on a project to help the queer community of Uganda which was a big success.
I am passionate about human rights especially LGBTQI rights. It is my hope that I can always be a part of such a movement with the hopes of seeing change and better society world wide for all people. I believe I have something to offer and would like to be used for the purpose of making this change a reality.
Einar Valur Einarsson
Einar Valur heiti ég og er 22 ára hársnyrtir.
„Núna er ég að klára stúdentinn ásamt Japönsku og stefni að áframhaldandi námi í Háskóla Íslands. Árið 2013 kynntist ég innra starfi Samtakanna 78. Þegar ég komst að því hversu mikilvægu starfi Samtökin 78 gegna þá fylltist ég af áhuga til að taka þátt í baráttunni um mannréttindi hinsegins fólks og gegn fordómum. Hér með býð ég mig fram sem meðstjórnanda Samtakanna 78 fyrir starfsárið 2015-2016."
Óðinn Thor Harðarson
Ég heiti Óðinn Thor, 22 ára mjög áhugasamur einstaklingur um bætt mannréttindi og framför einstaklinga Samtakanna 78 sem og öðrum mannréttindasamtaka.
Ég er lærður í grunn forritun, kerfisfræði, vefsíðugerð, grafískri hönnun og margmiðlun. Er núna við nám í HR að læra tölvunarfræði. Ég er starfsmaður hjá Hringdu og heyri undir tæknisvið.
Kara Ásdís Kristinsdóttir
Ég er fædd og uppalin í Grindavík, var meðal manneskja í grunnskólanum þar og átti frekar látlausa æsku. Fór í FS eftir grunnskólann og er búin með um 70 einingar þar sem söfnuðust á nokkrum árum. Hef unnið við allskonar störf, mest verkavinnu, verið í nokkrum afgreiðslustörfum og ýmsu öðru. Ég átti dálítið erfitt með að halda mér í vinnu þegar ég var yngri og stafaði það aðallega af mínum kynáttunarvanda, en nú hef ég náð að snúa við blaðinu og rosalega hamingjusöm í dag. Er í 50% vinnu hjá Geðhjálp og líkar mjög vel. Stefni á að fara í 100% vinnu eftir sumarið þegar ég hef klárað kynleiðréttingarferlið.
Svava Dögg Guðmundsdóttir
Svava er einlæg og skapandi kona sem hefur áhuga á allt of mörgu. Hún er sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og verðandi fullgild björgunarsveitarkona hjá Björgunarsveitinni Ársæli. Þó hún hafi ekki lokið neinu formlegu námi hefur hún farið langt með ýmislegt og er alltaf opin fyrir nýjungum og kannski þess vegna sem hún klárar ekki allt sem hún byrjar á því það er svo margt spennandi í lífinu.
Unnsteinn Jóhannsson
Ég, Unnsteinn Jóhannsson, býð mig fram til endurkjörs í trúnaðarráð en fyrir mér væri það bæði heiður og ánægja að fá að starfa annað árið í rö&e
th; í ráðinu. Mér finnst ég vera kominn með góða innsýn í starf trúnaðarráðs og stjórnar Samtakanna´78 og langar að fá tækifæri til að spreyta mig á að skoða og móta hlutverk ráðsins enn frekar.
Það hafa verið forréttindi að kynnast starfsemi Samtakanna og þeim öflugu sjálfboðaliðum sem starfa innan þeirra. Án efa hefur sjóndeildarhringur minn víkkað og forvitni mín aukist.
Næsta árið mun verða spennandi hjá okkur sem störfum innan Samtakanna þegar við loksins flytjum inn í nýtt húsnæði og höfum alla burði til að verða sýnilegri inná við sem og út á við. Mér er enn ofarlega í huga ættleiðingar hinsegins fólks, samstarf við systursamtök okkar í öðrum löndum og nýjar leiðir í fjáröflun fyrir Samtökin.
Reynsla mín í starfi sem framkvæmdastjóri Landssambands æskulýðsfélaga sem og reynsla innan annarra sjálfboðaliðasamtaka hefur nýst mér vel í starfi innan trúnaðarráðsins og er ég spenntur að vinna með öflugu og flottu trúnaðarráði næsta árið.
Valgerður Jónsdóttir
Ég er menntuð í félagsfræði og starfa sem stuðningsfulltrúi á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild á Kleppi.
Eins og margir aðrir sem hafa lagt stund á félagsfræði er ég áhugasöm um hina ýmsu hópa samfélagsins og málefni hinsegin fólks eru þar ofarlega á baugi. Ég er nú að ljúka mínu fyrsta tímabili sem trúnaðarráðsliði og hef áhuga á að sitja lengur í ráðinu. Ég vil gera gagn við að styrkja starf Samtakanna og horfi sérstaklega til aukinna möguleika með hinu nýja húsnæði.
Ég hef gaman af málefnavinnu og að skipuleggja viðburði og eru það ástæður þess að ég vil gjarnan sitja áfram í trúnaðarráði.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir
Ég heiti Þorbjörg Þorvaldsdóttir og er 25 ára Garðbæingur, búsett í Reykjavík. Ég legg stund á almenn málvísindi í Háskóla Íslands á veturna og er flugfreyja á sumrin. Ég hef verið virk í félagsstörfum síðan í menntaskóla og hef mikinn áhuga á að taka þátt í starfi Samtakanna '78.
Það er gífurlega mikilvægt að Samtökin '78 haldi áfram að vera sterkt þrýstiafl í samfélaginu. Samtökin og það duglega fólk sem hefur starfað innan þeirra á síðustu áratugum eiga stóran þátt í því að ég lifi hamingjusömu lífi, finn sjaldan fyrir fordómum og gat gift mig konunni sem ég elska. Mig langar til þess að gefa eitthvað til baka og býð því fram krafta mína til setu í trúnaðarráði.
Örn Danival Kristjánsson
Örn Danival heiti ég og var í stjórn Samtakanna 78 sem meðstjórnandi starfsárið 2013-2014, en jafnframt í stjórn Trans-Ísland. Hér með býð ég mig fram til trúnaðarráðs fyrir tímabilið 2015-2016 og hlakka mikið til að fá að halda áfram að taka þátt í áframhaldandi störfum í þágu hinsegin fólks.
Thank you for your sharing. I am worried that I lack creative ideas. It is your article that makes me full of hope. Thank you. But, I have a question, can you help me?