Hvað er kynhneigð?

By 16. október, 2015Uncategorized

Kynhneigð segir til um það hverjum fólk getur orðið skotið í, ástfangið af og laðast að. Fólk getur laðast að einhverjum af öðru kyni, af sama kyni, sumt fólk laðast að körlum og konum og sumt pælir aldrei í kyni þess sem það laðast að. Aðrir laðast ekki að neinum. Kynhneigð getur nefnilega verið alls konar, hún getur tekið breytingum og er mismunandi hjá hverjum og einum.

Gagnkynhneigð: að laðast að manneskjum af öðru kyni

Samkynhneigð: (lesbía, hommi) að laðast að manneskjum af sama kyni

Tvíkynhneigð: að laðast að tveimur kynjum

Pankynhneigð: að laðast að fólki óháð þeirra kyni (t.d. konum, körlum og fólki sem skilgreinir sig á annan hátt)

Asexúal: að laðast lítið eða ekki að öðru fólki

Fordómar ríkja í garð þeirra sem eru ekki gagnkynhneigðir (t.d. sam- og tvíkynhneigðra). Mikilvægt er að gæta orða sinna og ekki uppnefna út frá kynhneigð eða gera grín að þeim sem eru öðruvísi. Við lifum í mjög gagnkynhneigðum heimi þar sem flestir gera ráð fyrir gagnkynhneigð og þarf hinsegin fólk stöðugt að koma út úr skápnum. Góð regla er að vera opin/n fyrir fjölbreytileika, ekki ganga út frá því að allir séu gagnkynhneigðir og mundu að fólk er alls konar!

One Comment

  • Brucepog says:

    Truthfully, I’m obsessed with these CBD gummies like https://www.cornbreadhemp.com/collections/thc-drinks ! I’ve tried a collection of brands, but these are legit the best. I go off visit whole after a big prime and it justified helps me sneezles exposed and be over overthinking everything.
    They touch like existing sweets no weird grassy flavor at all. My sleep has been way elevate surpass since I started fascinating them, too. If you’re on the fence, just get them! They’re a comprehensive lifesaver as a remedy for my everyday stress.

Skrifaðu athugasemd