Sumt fólk vill láta kalla sig hann, annað hún en einnig getur verið að fólk vilji hvorki láta ávarpa sig með kvenkyns né karlkyns fornöfnum. Þá getur fornafnið hán komið að góðum notum, en það er hvorugkyns fornafn og notast á eftirfarandi hátt: Hán hló / Ég hringdi í hán / Taskan háns er þung. Mikilvægast af öllu er þó að virða óskir og val fólks á sínum fornöfnum.