Íslenska lesbían verður til!

By 8. mars, 2017Fréttir

Til hamingju með daginn konur!

Í ljósi nýlegrar umræðu um lesbíur í kvennahreyfingunni á níunda áratugnum bjóða Elísabet Þorgeirsdóttir og Lana Kolbrún Eddudóttir til umræðukvölds þar sem farið verður vítt og breitt um sögu fyrstu kynslóðar lesbía á Íslandi.

Lana er fyrsti kvenformaður Samtakanna ´78, fyrrverandi dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og nú nemi í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Elísabet er ein af stofnendum Íslensk-lesbíska og ráðgjafi hjá Samtökunum ´78. Fyrrverandi ritstjóri Veru og nú félagsráðgjafi í miðborginni.

Komið og eigið notalega sögustund. Við hvetjum konur sem muna eftir þessum fyrstu árum sérstaklega til að mæta og deila minningum sínum með okkur.

Veitingasalan verður opin og það er gott aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun.

Hér má finna viðburðinn á Facebook

One Comment

Skrifaðu athugasemd