Tilkynningar Félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta (FSS) við Háskóla Íslands boðar til fundar sem ber yfirskriftina ?Hvernig ber að fjalla um samkynhneigð í skólakerfinu??. Framsöguerindi flytja:
Sara Dögg Jónsdóttir – Kynnir niðurstöður könnunar um Viðhorf skólastjórnenda til umfjöllunar um samkynhneigð í grunnskólum, viðfangsefni B.Ed. ritgerðar við grunnskólaskor Kennaraháskóla Íslands.
Erla Kristjánsdóttir – Lektor við Kennaraháskóla Íslands. Fjallar um samkynhneigð í kennaramenntun.
Anna Kristín Sigurðardóttir – Deildarstjóri kennsludeildar hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur.
Salvör Nordal – Starfsmaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lífsleiknikennari við Menntaskólann við Sund.
Þær munu síðan sitja fyrir svörum.
Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Odda þriðjudaginn 27. mars, kl. 12:10 og lýkur kl. 13:15. Fundarstjóri er Guðný Björk Eydal, lektor við félagsvísindadeild Háskólans. Fundurinn er öllum opinn.
Fræðsla, í skólum sem annars staðar, vinnur á fordómum. Mætum og kynnum okkur málið.
www.hi.is/nem/gay
Very Nice Thank You Bro..