Stjórn og trúnaðarráð Samtakanna ’78
Starfsárið 2017 – 2018
2. fundur
Þann 23. janúar 2018 var haldinn fundur að Suðurgötu 3 kl. 17:25.
Fundinn sátu:
Stjórn: María Helga Guðmundsdóttir, Sigurður Júlíus Guðmundsson, Álfur Birkir Bjarnason, Guðmunda Smári Veigarsdóttir
Trúnaðarráð: Jóhann G. Thorarensen, Guðný Guðnadóttir, Ragnhildur Sverrisdóttir, Andres Pelaez, Guðjón Ragnar Jónasson, Erica Pike, Brynjar Benediktsson, Marion Lerner, Hrafn Elí
Fundur settur 17:25
1. Starfsárið yfirfarið
Almennar umræður. Trúnaðarráð telur sig ekki hafa verið sérlega virkt þetta árið. Þar eru fimmtudagsopnanir m.a. nefndar. Minni virkni má líklega skýra að einhverju leyti af spennufalli vegna fyrra starfsárs. Lagt til að trúnaðarráð verði hvatt, jafnvel af stjórn, til að halda vinnufundi og sérstaka umræðufundi um innra og ytra starf félagsins. Á þessu ári hefur stjórn ekki haft ástæðu til að leggja sérstök mál fyrir trúnaðarráð, líkt og fyrirspurn Íslenskrar erfðagreinar í fyrra. Þótt virknin hafi minnkað hefur það ekki komið niður á starfsemi eða stjórnsýslu félagsins. Trúnaðarráði þykir hlutverk sitt óljóst og hugsanlega of opið en þó of formlegt. Aftur lagt til að stærri hluti verkefna trúnaðarráðs komi frá stjórn og hlutverk þess gert skýrara. Sjálfboðaliðahópurinn í kringum jafningjafræðsluna hefur reynst vel, slíkur verkefnahópur fyrir almenn verkefni gæti hentað vel. Rifjað upp að haldin var ráðstefna Samtakanna ‘78 fyrir sjálfboðaliða árin 2001-2006 fyrir stjórn, trúnaðarráð og aðra sjálfboðaliða með ákveðnum áherslum og umræðuefnum, svo sem Hinsegin fólk á vinnumarkaði. Starfshóparnir sem voru búnir til í vor hafa margir enn ekki tekið til starfa. Ástæða þess er meðal annars áðurnefnd minnkuð virkni í sjálfboðastörfum. Verkefnin eru þó enn þörf.
2. Hlutverk trúnaðar- og hagsmunaráðs, punktar til framtíðar
- Skýra hlutverk trúnaðarráðs almennt
- Stjórn leggi til verkefni og umræðuefni
- Fjölga fundum trúnaðarráðs og stjórnar en fækka á móti sjálfstæðum fundum trúnaðarráðs
- Samkvæmt lögum félagsins er trúnaðarráð hluti stefnumótunar en ekki brunnur sjálfboðaliða. Hugsanlega þarf að skilja það að og auðvelda öllum, óháð stöðu í trúnaðarráði, að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi
- Gott væri að framkvæmdastjóri sæti fundi stjórnar og trúnaðarráðs líka
3. Ársskýrsla, söfnun upplýsinga
Félagið þarf að safna saman fundargerðum og upplýsingum um starfsárið fyrir aðalfund 4. mars. Trúnaðarráð er minnt á að skila inn efni og upplýsingum.
Fundi slitið 18:50
Fundargerð ritaði Álfur Birkir Bjarnason
I don’t think the title of your article matches the content lol. Just kidding, mainly because I had some doubts after reading the article.