ÚTILEGA KMK

By 1. júlí, 2003Fréttir

Tilkynningar Hin árlega útilega KMK verður farin helgina 11. ? 13. júlí. Undanfarin ár höfum við haldið okkur í Grímsnesinu en að þessu sinni er ferðinni heitið vestur á bóginn, nánar tiltekið vestur á Mýrar. Þetta er m.a. gert til að koma til móts við ört vaxandi fjölda lesbía á Norðurlandi. Við munum halda til við Hótel Eldborg á Mýrum(Laugagerðisskóla) þar sem við munum hafa stórt og gott tjaldstæði að mestu leiti útaf fyrir okkur. Á staðnum er sundlaug sem verður opin þegar okkur hentar og einnig eru salerni við tjaldstæðin. Næga afþreyingu er að finna í nágrenninu. Tilvalið er að ganga á Eldborg, sem er í 10 mínútna akstursfjarlægð. Eldborg er gígur sem rís um 60 metra yfir hraunið í kring og er stærstur gíga á stuttri gossprungu. Eldborgin er talin hafa myndast fyrir 5 ? 8 þúsund árum og var friðlýst árið 1974. Gönguferð á Eldborg er ca 40 mínútna löng. Einnig er fræg ölkelda í nágrenninu og svo má finna litla náttúrulega laug ekki langt frá.

Tjaldstæði kosta 500 krónur á konu og í sundlaugina kostar 300 krónur. Hægt er að kaupa sér morgunverðarhlaðborð á hótelinu og kostar það 850 krónur. Tökum með okkur gítarinn og góða skapið og skemmtum okkur saman í sveitinni!

Nánari upplýsingar veitir Kristín í síma:865-7950

83 Comments

Skrifaðu athugasemd