Opið Hús í Samtöknum ?78 – Laugardaginn 26. júlí taka Samtökin ?78 þátt í Listrænum laugardegi

By 25. júlí, 2003Fréttir

Tilkynningar Laugardaginn 26. júlí verður Listrænn laugardagur í Magnaðri miðborg þar sem hinn listræni hluti miðborgarinnar nýtur sín til fulls. Listafólk í miðborginni mun hjálpast að við að skapa listræna stemmningu, gullsmiðir bjóða fólk sérstaklega velkomið, útimessa verður haldin á Lækjartorgi, tónlistarfólk flytur tónlist og dansað verður á götum úti. Hallgrímur Helgason les upp úr verkum sínum í bókmenntagöngu, Birna Þórðardóttir fer með göngufólk í Menningarfylgd, Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús verður með sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. Þar að auki verður margt annað á fjölbreyttri dagskrá Listræns laugardags.

Samtökin ?78 taka þátt í Listrænum laugardegi og verða með opið hús frá klukkan 13:00-17:00. Karla Dögg Karlsdóttir, höfundur sýningarinnar Sársauki og sæla sem nú prýðir Regnbogasal, verður á staðnum. Kvikmyndin Hrein og bein verður sýnd klukkan 14:00, 15:00 og 16:00 með enskum texta. Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.

Félagar í Samökunum ?78 eru hvattir til að mæta, taka vini og fjölskyldur sínar með, og sýna fólki hina glæsilegu aðstöðu og öfluga starf sem Samtökin ?78 standa fyrir.

50 Comments

Skrifaðu athugasemd