Ályktun SUF um ferðaþjónstu fyrir samkynhneigða

By 9. desember, 2003Fréttir

Frettir Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun:

SUF fagnar þeirri vakningu hjá ýmsum aðilum innan ferðamálaþjónustunnar að markaðsetja land og þjóð einnig fyrir samkynhneigða ferðamenn. Með því er verið að höfða til minnihlutahóps sem hefur verið að berjast fyrir tilvist sinni í áraraðir. SUF telur að með þessu móti muni íslensk ferðaþjónusta draga úr fordómum gagnvart samkynheigðum meðal almennings og auka líkurnar á því að ferðamenn komi til landsins á sínum eigin forsendum.

Icelandair tóku af skarið með því að auglýsa skipulagðar ferðir fyrir samkynheigða á heimasíðu sinni icelandair.com en þar fara saman ferðir um náttúru Íslands sem og ítarleg leiðsögn um næturlíf Reykjavíkurborgar. SUF fagnar einnig frumkvæði Frosta Jónssonar að setja á stofn upplýsinga- og ferðavefinn www.gayice.is þar sem lögð er áhersla á að gera Ísland að spennandi valkost í ferðalögum samkynhneigðra.

85 Comments

Skrifaðu athugasemd