Tilkynningar Hörður Torfason verður sextugur 4. september. Að því tilefni verða haldnir tónleikar honum til heiðurs í Borgarleikhúsinu laugardagskvöldið 10. september.
Yfirskrift tónleikanna er: Hörður Torfa ? lengi lifi….
Fjölmargir tónlistarmenn koma þar fram og flytja lög af löngum ferli Harðar. Meðal þeirra sem koma fram eru:
Bergþór Pálsson
Andrea Gylfadóttir
Rúnar Júlíusson
Halli Reynis
Fræbbblarnir
Grafík
Rúnar Þór
Santiago
Laddi
Fabúla
Magnús Einarsson
Kátir piltar
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er miðasala hafin í Borgarleikhúsinu. Miðaverð er kr: 2900.
Rás 2 mun halda upp á afmæli Harðar á mánudaginn með því að spila helling af lögum eftir hann.
Miðasala er líka hafin á hina árlegu hausttónleika Harðar sem að þessu sinni fara fram í Brogarleikhúsinu þann 16. september. Miðasalan er á netinu á heimasíðu Borgarleikhússins www.borgarleikhusid.is. Þar sem færri hafa komist að en vilja undanfarin ár verða haldnir tvennir tónleikar sama kvöldið, þeir fyrri klukkan 19.30 og hinir seinni klukkan 22.00. Miðaverðið er 3.000 kr. En 200 kr. afsláttur veittur af hverjum miða ef fleiri en 20 miðar keyptir og 400 kr. afsláttur af hverjum miða ef fleiri en 40 miðar eru keyptir. Hörður Torfa Heimasíða: www.hordurtorfa.com
https://www.ispartaweb.com