Golfmót KMK

By 15. ágúst, 2005Fréttir

Tilkynningar Golfmót KMK verður haldið í Hveragerði þann 27. ágúst n.k.  Leikið verður eftir Texas Scramble reglum 9 holur. Fyrsta högg verður slegið kl. 13.00 en mæting er í síðasta lagi 12.30.  Verð: 1500 kr en innifalið í því auk golfmótsins er súpa og brauð. Spilarar verða paraðir saman af skipuleggjendum þ.e. vanur og óvanur saman. Þær ykkar sem eruð komnar með forgjöf takið hana fram við skráningu. Skráning og frekari upplýsingar veitir Fríða Agnars á netfanginu fridaagnars@isl.is.

Texas scramble – leikfyrirkomulag
Tveir og Tveir spila saman í liði og þeir slá sitthvorn boltann. Eftir upphafshögg er  metið hvor boltinn er betur staðsettur og færir hinn sig þá til hans. Sá sem sló betri boltanum merkir staðinn með tíi ca 5 cm frá boltanum og slær síðan annað högg. Hinn stillir svo sínum bolta upp á sama stað og slær sitt annað högg. Svona gengur þetta þar til annar kemur boltanum ofan í holuna. Sömu reglur gilda inni á grínunum. Leikmennirnir skrá semsagt bara eitt skor saman. -KMK

Skrifaðu athugasemd