Þegar ég rifja upp æskuár mín í Hrísey sé ég fyrir mér tvenns konar manngerðir í hópi félaganna, annars vegar börnin og unglingana sem átti heima í eynni, og svo hins vegar þau sem ekki áttu þar heima þótt þau byggju þar. Ég man krakkana sem voru þar á sínum rétta stað, þau sem döfnuðu best í Hrísey og höfðu líklega aldrei hugleitt að þau gætu átt annars staðar heima.
Þegar ég kom áratugum síðar á bernskuslóðir mætti þetta fólk mér uppkomið – alltaf á sínum heimavelli. Þau voru heil í sinni tilveru, virtust ekki sakna annars, eins og eitt með umhverfi sínu.
Svo man ég annars konar æskufélaga sem eftir á að hyggja voru eins og þau hefðu fæðst með ferðalag í augunum, eins og þau væru alltaf að bíða eftir næstu ferð úr eynni. Einhvers staðar á lífsleiðinni fundu þau tækifærið, sitt rétta augnablik til að kveðja og finna sitt heima, einhvers staðar annars staðar á jörðinni. Eftir á að hyggja var ég sjálfur í þeim hópi. Hvað olli þessari þrá veit ég ekki, til hennar liggja margar ástæður, en eitt veit ég. Að sumir í þessum firði eru hér heima hjá sér, aðrir ekki. En hvorugur hópurinn er merkari og betri eða réttari en hinn. Mennirnir eru bara margvíslegir. Og margbreyti¬leikanum verðum við að mæta.
Það var líka úti í Hrísey að ég varð læs. Fyrst á stafrófskver, svo á Litlu gulu hænuna og loks á dagblaðið Tímann. Öll þessi námsgögn eru nú horfin af yfirborði jarðar. En ennþá man ég árin 1955 og ’56 og umræðuefnið sem þá var eins konar leiðarstef í málgagni Framsóknarmanna – og hét ýmist „flóttinn úr sveitunum“ eða „flóttinn á mölina“. Ég botnaði lítið í þessum meinta flótta en þó nógu mikið til að vita að Tímanum fannst hann bæði vondur og rangur. Nú koma flóttamenn Tímans aftur upp í hugann, þökk sé þessu boði um að taka þátt í málþingi hér á Akureyri, og kannski nú sé komið tækifæri til að hugleiða flóttann úr sveitunum frá þeim sjónarhóli sem árin hafa fært mér, sjónarhóli samkynhneigðra.
Það er staðreynd að þegar hommar og lesbíur átta sig á kynhneigð sinni, þegar þau víkja frá því sem gengur og gerist og átta sig á stöðu sinni á jaðrinum, þá er þeim næst fyrir að leita sinna líka, leita inn í hópinn, í fjöldann. Til skamms tíma þótti okkur hommum og lesbíum það sjálfsögð forsenda þess að ná valdi á lífi okkar. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá er það forsenda þess að samkynhneigt fólk eignist skýra vitund um sjálft sig að það leiti hópsins, þangað sem aðra slíka er að finna. Þessi sókn okkar í hópinn er eðlilegasta þörf sem til er. Hún snýst um leitina að samfélagi við aðra menn og vilji einhver setja spurningarmerki við hana, jafnvel gagnrýna hana, er rétt að fara með löndum, því málið er flókið.
Án menningar stórborganna hefði menning samkynhneigðra aldrei orðið til. Það var í fjöldanum sem hommar og lesbíur rötuðu til sinna líka, það var í fjöldanum sem lítt sýnilegur hópur varð til seint á 19. öld, myndaði tengsl og flókið net samskipta, myndaði menningu og markaði sérstöðu sína, sem þó varð ekki sýnileg og staðfest af einbeitni fyrr en upp úr 1970, heilli öld eftir að læknisfræði og afbrotavísindi höfðu gefið mínu fólki sérstakt nafn. Það var í skjóli stórborgarinnar sem forsendur samkomustaða, vináttutengsla, kynlífs- og ástarsambanda urðu til. Sá styrkur sem fólst í fjöldanum varð til þess að smám saman varð til krafa um hlutdeild í mannvirðingu, fjölskyldulífi og félagslegu öryggi. Þessi þróun tók langan tíma, en kjarni málsins er sá að stórborgin bauð upp á aðstæður sem urðu forsendur þeirrar sjálfsvitundar sem samkynhneigðir eiga í dag. Í skjóli stórborgarinnar brutust þeir út úr þögninni.
Samkynhneigðir eru minnihlutafólk, fram hjá því er ekki hægt að líta. Í litlu þorpi og litlum bæ eru þau svo fá að þau eiga erfitt um hópmyndun og viðmið, að ég tali nú ekki um þá erfiðleika sem fylgja því að sækja fram til sýnileika eða finna sér jafningja til ásta. Sá vandi er gagnkynhneigðum nánast fullkomlega framandi. Geta menn því láð okkur hommum og lesbíum að við leitum á mölina, í borgarsamfélagið, til að finna samfélag við þá sem við þráum og þurfum á að halda til að dafna, okkar líka. Samkynhneigð manneskja sem vill komast til þroska verður að mínu viti að leita fjölmennisins til að finna sína líka, til að finna sjálfa sig. Þetta segi ég í ljósi lífsreynslunnar, því þegar ég lít yfir samfélag homma og lesbía sé ég hvernig styrkur, sjálfsöryggi og örugg sjálfsímynd helst í hendur við kynni viðkomandi af hinum stóra heimi. að minnsta kosti einhver misseri í lífinu.
Er ég þá að mæla „flóttann úr sveitunum“ upp í lesbíum og hommum þessa lands, tala fyrir því að þau yfirgefi fallega fjörðinn sinn og „flýi á mölina“ svo notað sé orðalag Tímans? Svo einfalt er málið ekki. Sannleikurinn er sá að nútíminn hefur gert samspil búsetu og kynhneigðar svo flókna og ríka af mögulei
kum að ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Ég bið menn hins vegar um að íhuga vel þá skoðun mína að þéttbýlið, borgin, er enn sem fyrr mikilvæg forsenda þeirrar hópmyndunar sem ég tel nauðsynlega, vilji fólk komast til þroska sem samkynhneigðir þegnar.
Það gerir landsbyggðina þó ekki stikkfría í þessari umræðu. Þvert á móti hvílir á henni mikil ábyrgð og erfið. Ég segi erfið vegna þess að samkynhneigðir eiga svo erfitt með að finna þann styrk sem felst í hópi sinna líka í litlum bæ eða þorpi. Þar er varla hóp að finna, og út frá þeirri staðreynd þarf að vinna. Hommar og lesbíur eru alls staðar til, og þurfa alls staðar stuðning, kannski hvergi meiri en á landsbyggðinni. En þar standa þau oftar en ekki stök, ef nota má svo kindarlegt en lýsandi orðalag. Þess vegna er upplýst umræða lífsnauðsyn þar ekki síður en annars staðar.
Það skiptir nefnilega öllu máli fyrir hverja manneskju að finna tilfinningalífi sínu skjól á þeim árum þegar það eru hvað viðkvæmast og brothættast, þegar svo auðvelt er að spilla sálarró og hamingju ungrar manneskju með einu vondu orði. Um leið skiptir það gríðarlegu máli að unglingur fái dafnað og komist til þroska í návist við upprunafjölskyldu sína og eigi þar stuðning. Að telja sig tilneyddan til að flytja eða flýja á mölina áður en sjálfstæði og þroski bjóða upp á slíkt er illt hlutskipti. Viðmiðið er einfalt og skýrt. Við verðum að búa samkynhneigðum unglingum sama möguleika og öðrum að komast til þroska í því umhverfi sem viðkomandi þekkir best.
Sennilega er þetta einn höfuðvandi uppeldismála okkar daga. Í rannsóknum mínum með íslenskum hommum kunna flestir þeirra að segja frá mikilli angist, jafnvel ofbeldi og einelti á unglingsárum. Og nær allar vondu sögurnar eru ættaðar úr dreifbýlinu, sveitum og smærri bæjarfélögum þessa lands. Áður en ég vík að sögum þeirra verð ég að kynna lykilhugtak þessarar glímu til sögunnar. Ég hef löngum sagt að versti óvinur samkynhneigðra sé tepruskapurinn og að helsta birtingarform hans sé þögnin. Við látum eitt og annað liggja í þagnargildi af því að það þykir blygðunarefni. Og í þögninni felast margvísleg skilaboð. Það sem ekki er talað um, það er ekki til. Ef fólk er innt eftir ástæðum þagnarinnar er því iðulega borið við að maður hafi ekkert vit á þessum málum. En varla getur það verið leiðin til að öðlast vit og þekkingu að sveipa málefni þagnarhjúp.
Það liggur í augum uppi að fyrir tólf ára dreng, sem er að átta sig á því að hann er trúlega hommi, er það hart hlutskipti, jafnvel óbærilegt, að alast upp við þögnina sem tepruskapurinn leiðir af sér. Hann er fljótur að nema að það sem þagað er um á ekki að vera til. Um leið hefur reynslan sýnt að hann nemur ekki þau jákvæðu skilaboð sem líka er að finna í kringum hann. Hann lokast af í ótta sínum. Trúlega á hann svo erfitt með að nema það jákvæða vegna þess að hin jákvæða umræða kemur ekki frá þeim sem næst honum standa, foreldrum og skóla, heldur nær eingöngu frá samkynhneigðum sjálfum, fólkinu sem við tölum ógjarnan um við eldhúsborðið eða í skólanum. Því staðreyndin er sú að fátt er um fræðsluefni nema það sem samkynhneigðir hafa unnið að eigin frumkvæði, og orðið „samkynhneigð“ er hvergi að finna í íslenskum námskrám fyrr en kemur á háskólastig. Þó að hlutskipti samkynhneigðra unglinga sé umfangsmikill þáttur í hinu alþjóðlega vísindaumhverfi uppeldisfræða, standa Íslendingar þar enn á byrjunarreit. Þegar grunnskólinn þegir, þegar framhaldsskólinn víkur að málinu með semingi en vildi þó helst fá að þegja, þessir tveir miklu áhrifavaldar í lífi barna og unglinga – er þá furða þótt hin jákvæðu skilaboð eigi erfiðan aðgang að krökkunum okkar? Það sem þagað er um er ekki til, á ekki að vera til, má ekki vera til. Þetta eru skilaboðin sem verða ofan á.
Haustið 2004 sendi piltur nokkur bréf til gamla skólastjórans síns í grunnskólanum sem hann hafði kvatt fyrir sjö árum. Þar skrifaði Guðlaugur:
Mér leið mjög illa andlega í grunnskólanum, ekki út af aðbúnaði heldur vegna þess að mér fannst ég hvergi eiga heima og að eitthvað væri að mér. Ég áttaði mig svo löngu síðar á því hvað það var. Ég man eftir fjórum sjálfsvígstilraunum eða alvarlegum aðstæðum þar sem lítið annað en heppnin stöðvaði mig. Sálin var löngu búin að gefast upp og sjálfsvígshugsanir komu upp reglulega. Í dag hef ég engar slíkar hugsanir, í fyrsta skipti er fjölskylda mín og vinir farin að virka. Ég veit það núna að ég hafði aldrei átt vini fyrr en ég kom út úr skápnum með kynhneigð mína. Í dag er ég 23 ára og finnst ég hafa lifað í svo stuttan tíma hamingjusamur.
Og hann bætir við:
Ég vildi óska að einhvern tímann á skólagöngu minni hefði kennari minnst á orðin hommi eða lesbía, fjallað um margbreytileika lífsins og þann hluta mannlífsins sem ég tilheyri. Ég vildi óska að kennari hefði leitt bekkinn minn, þann veruleika sem ég þekkti, í uppbyggjandi og fræðandi umræðum um þá hópa sem eiga á hættu verða undir í samfélaginu.
Því er ekki að neita að skilningur samfélagsins á hinum samkynhneigða veruleika hefur aukist til muna á síðustu tíu árum. Sýnileiki þeirra og þroskamöguleikar eru aðrir en áður. Tilraunum einstakra kennara og skólastjórnenda til að rjúfa þögnina um líf og hlutskipti samkynhneigðra fjölgar smám saman, en sé á heildina litið er málið ekki til umræðu. En á meðan skólinn þegir er samfélagsumræðan á fleygiferð, úti á skólalóð og inni í sjoppu.
Einar Þór er á svipuðu reki og Guðlaugur, hann ólst upp í kaupstað á suðvesturlandi og þegar hann var tólf ára stofnaði hann til náins sambands við jafnaldra sinn sem hann þó leyndi næstu árin eins og mannsmorði. En félagarnir skynjuðu eitt og annað og fyrir vikið var Einar Þór lagður í einelti sem létti ekki fyrr en hann komst 17 ára gamall í framhaldsskóla í næsta bæjarfélagi. Staðreyndirnar komu þó hvergi fyrir augu og eyru foreldra hans og kennara fyrr en hann brotnaði saman 16 ára, „þá var eymdin líka komin á hápunkt, það var allt orðið grófara og grófara … 10 bekkur var bara „horror“.“ Og eineltið snerist eingöngu um kynhneigð, „ekki það að ég væri ljótur eða ég væri asnalegur eða ég væri nörd eða þetta eða hitt, það var alltaf um það að ég væri hommi. Og meira að segja á nokkrum stöðum í bænum gat maður séð krot á vegg: Einsi hommi eða eitthvað í þeim dúr.“
Einar Þór var vanur að fá mikinn miðapóst á borðið sitt í tímum, sem allur fjallaði um það sama, og morgun einn í 10. bekk barst miði á borðið hans um hann og piltinn sem hann var með. Félagarnir höfðu haft radarinn úti.
Þar var spurt hver það væri sem léti taka sig í rassinn og hvernig væri að totta og kyngja … þetta voru bara svona grófar kynlífslýsingar. Ég stend upp og öskra yfir bekkinn, tek skrifborðið, þungt skrifborð, fleygi því í skólatöfluna og brýt hana. Svo hníg ég niður og fer að hágráta, og það er kallað á skólastjórann. Og hún byrjar að tala við bekkinn fyrir framan mig án þess að hafa nefnt það við mig eða spurt hvort hún mætti það … Allan tímann talar hún um mig sem samkynhneigðan einstakling. Þá var ég ekki einu sinni kominn út. Með þessu gerði hún eineltið ennþá verra.
Síðustu árin í grunnskóla var Einar Þór nánast ófær um skólanám og kvaddi heimabæ sinn eftir að hafa hótað móður sinni að drepa sig, enda „andlega búinn“, eins og hann orðar það. Hann flutti í annað bæjarfélag til náms og sá sem lengst af hafði orðið að láta sér nægja 3 í stærðfræði er allt í einu kominn með 10 í þeirri grein. Og það sem meira var: „Eftir að ég kom á Selfoss þá virti ég mig sjálfan svo mikið … ég gat labbað um bæinn án þess að það væri kallað á eftir mér. Ég eignaðist stóran vinahóp og lífið varð bara skemmtilegt.“
Átján ára fór Einar Þór til Reykja¬víkur og hitti hóp unglinga á vettvangi Samtakanna ´78 og hálfum mánuði síðar sagði hann móður sinni og stjúpa allt af létta. Það var mikið grátið við eldhúsborðið á æskuheimilinu þann morgun en léttirinn var líka mikill og engin ljót orð látin falla. Móðir Einars Þórs sagðist lengi hafa vitað að hann væri hommi, en haldið að hreinskilið tal um tilfinningar hans yrði ekki til að bæta líðan hans.
Var nokkur að tala um fórnarlömb tepruskaparins?
Þeir Guðlaugur og Einar Þór komast til þroska í sveit og litlum bæ á landsbyggðinni á því skeiði Íslandssögunnar þegar samkynhneigð er orðin hluti af samræðu samfélagsins. En sú samræða á sér mestmegnis stað í „jafningjafræðslu“ ef svo má segja. Sú „fræðsla“ leikur lausum hala, hún er stjórnlaus, án siðmenntunar og mannvirðingar, vegna þess að foreldrar og skóli koma þar sjaldnast nærri og þegja þunnu hljóði um tilverurétt og tilfinningar þessara barna.
Það má vel vera að þeim piltum hefði liðið betur hefðu þeir búið hér í bæ, því að kröfunni um stuðning og upplýsingu hefur Akureyri mætt á merkilegan hátt á síðustu árum. Skipulögð hópmyndun samkynhneigðra í framhaldsskólum bæjarins nú í aldarbyrjun, með stuðningi félagsmálaleiðtoga og skólayfirvalda, er eitthvert merkilegasta framlag til menningarmála í sögu Akureyrar á seinni árum. Ég vildi að ég hefði sjálfur átt í svipuð hús að venda þegar ég var að alast upp hér á Norður-Brekkunni og þau sem nú eru að halda út í lífið. Þó á þessi góða viðleitni í vök að verjast, ég geri mér grein fyrir því, en til að undirstrika mikilvægi hennar erum við m.a. stödd hér í dag.
Þeir Einar Þór og Guðlaugur sáu flóttann á mölina sem sína lausn og lái þeim hver sem vill. Dreifbýlið var tvímælalaust stór þáttur vandans og lífsháskans án þess að sá vandi væri greindur og gerðar kröfur um úrbætur. En vandann er hægt að greina og leysa, og vísi slíkra lausna má nú sjá hér á Akureyri. Hér er orðinn til vísir að upplýstri umræðu í skólum, hér er til vilji kennara til að leita skipulagðrar þekkingar, hér er að verða til stuðningsnet þeirra sem kunna að styðja, hér er ti
l fyrsti vísir að hópmyndun unglinga með öðrum samkynhneigðum jafnöldrum.
En vandi samkynhneigðra í dreifbýlinu snýst ekki bara um það að eiga sér þann möguleika að alast upp með sínum nánustu í umhverfi sem viðkomandi hommi eða lesbía þekkir best. Þetta snýst ekki bara um flóttann úr sveitunum og flóttann á mölina. Málið snýst líka um flóttann frá lífinu. Það var nefnilega ekki íslenskri sveitasælu að þakka að þeir Guðlaugur og Einar Þór eru enn á meðal okkar á jörðinni, heldur góðri tilviljun og þeirri staðreynd að þeirra eigin sjálfsbjargarviðleitni varð ofan á þrátt fyrir allt.
Nokkuð er síðan fræðaheimurinn sýndi fram á að tilraunir til sjálfsvíga eru margfalt tíðari meðal homma en annarra karla. Bandarísk könnun árið 1998 meðal samkynhneigðra pilta í framhaldsskóla og háskóla á aldrinum 15–22 ára sýndi nær sjöfalt hærri tíðni sjálfsvígstilrauna meðal þeirra en hjá þýðinu í heild, bandarískum piltum á sama aldri, eða 28% á móti 4% (Remafedi 1998).
Viðamesta norræna könnun á högum og líðan samkynhneigðra til þessa var gerð árið 1999 í Noregi. Þar kom fram að 16% homma og 20% lesbía höfðu einhvern tíma reynt að svipta sig lífi. 88% voru undir 25 ára aldri þegar þeir gerðu þá tilraun. Fjórða hver manneskja undir 25 ára aldri átti að minnsta kosti að baki eina tilraun til sjálfsvígs (Hegna o.fl. 1999).
Í spurningakönnun sem ég stóð að með Maríu Einisdóttur meðal samkynhneigðra karla og tvíkynhneigðra karla í Reykjavík og nágrenni haustið 2004 sögðust 18,5% aðspurðra hafa reynt að farga sér einu sinni eða oftar í lífinu, þar af höfðu 65% reynt það undir 25 ára aldri, sá yngsti 12 ára. Við þetta má bæta að þriðjungur hommanna í könnun okkar Maríu hafði einhvern tíma íhugað það að svipta sig lífi. Til samanburðar má nefna að íslensk könnun meðal pilta í framhaldsskólum fyrir nokkrum árum sýndi 4-5% tíðni tilrauna til sjálfsvíga (Þóroddur Bjarnason o.fl. 2002).
Tölur segja ekki óbrigðulan sannleika, en þær sem hér eru raktar benda sterklega til þess að tíðni tilrauna til sjálfsvíga á Norðurlöndum séu allt að 4–5 sinnum hærri meðal samkynhneigðra en þýðisins í heild.
Hér er um líf og dauða að tefla og þar berum við öll ábyrgð sem hér sitjum í dag. Látum flóttann á mölina vera, því alltaf má snúa aftur ef sá vilji er fyrir hendi þegar samkynhneigt fólk hefur lært að sættast við eigið upplag í hópi sinna líka, lært að njóta kynhneigðar sinnar og öðlast sjálfsvirðingu og styrk. En sá sem flýr í dauðann snýr aldrei aftur. Sú staðreynd hlýtur að brenna heitast á öllum þeim sem sinna skólamálum, heilbrigðis- eða tómstundamálum á hverri tíð.
Hvort sem við eigum heima í sveitinni eða á mölinni.
Erindi flutt á ráðstefnunni Hver er sá veggur? á Akureyri 8. apríl 2005
Meðal heimilda
Hegna, K., Kristiansen, H.W., Moseng, B.U. (1999). Levekår og livskvalitet blant lesbiske kvinner og homofile menn. Oslo: Norsk institutt for forskning om oppvekst, velferd og aldring (NOVA).
María Einisdóttir og Þorvaldur Kristinsson. 2004. „Lífsstíll, líðan, félagstengsl.“ [Spurningakönnun meðal samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karla í Reykjavík og nágrenni.] Óbirt.
Remafedi, G., French, S. og Story, M. (1998). „The relationship between suicide risk and sexual orientation: Results of a population-based study.“ American Journal of Public Health, 88(1), bls. 57–60.
Þóroddur Bjarnason, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir. (2002). Sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna. Rit Landlæknis¬embættisins 2. Reykjavík: Landlæknisembættið.
Copyright © Þorvaldur Kristinsson 2005.
Tilvitnun er öllum heimil sé heimildar getið
qasim ali shah book apni talash pdf free download Sans Ouvrir Adobe Reader Gratuitement tanmay bakshi book pdf download
Betamax Online Slots Casino Geant Drive Angers Chasse Geant Casino Derriere Pompe A Essence
Horaire Drive Geant Casino Narbonne Mutuelle D Entreprise G Ant Casino What Is The Casino Royale Torture
Propecia
cialis dosing for daily use
viagra dizziness
Amoxicillin Pneumonia
http://buysildenshop.com/ – venta de viagra
Cialis
Stromectol
http://buypropeciaon.com/ – Propecia
https://buytadalafshop.com/ – Cialis
https://buystromectolon.com/ – ivermectin for cattle
Hello. fantastic job. I did not expect this. This is a great story. Thanks!
Hello there, just became aware of your blog through Google, and found that it’s really informative. I am going to watch out for brussels. I will be grateful if you continue this in future. Numerous people will be benefited from your writing. Cheers!
Great write-up, I’m normal visitor of one’s website, maintain up the nice operate, and It’s going to be a regular visitor for a lengthy time.
Needed to send you that very little remark to say thanks as before on your awesome techniques you have documented here. It’s really seriously open-handed of people like you to convey openly precisely what a number of us could have marketed for an ebook to make some money on their own, most importantly considering the fact that you could possibly have done it in case you considered necessary. Those inspiring ideas additionally acted as the fantastic way to be certain that the rest have the identical dreams much like mine to grasp a great deal more concerning this condition. I am certain there are millions of more enjoyable instances in the future for folks who discover your website.
Thank you a bunch for sharing this with all folks you really recognise what you’re talking approximately! Bookmarked. Kindly additionally visit my web site =). We may have a link trade contract between us!
Zithromax
Buy Lynoral Online Uk
Herbal Oral Jelly
Buy Cialis Online Us Pharmacy
Plaquenil
http://buyzithromaxinf.com/ – buy zithromax online without prescription
https://buyplaquenilcv.com/ – Plaquenil
how to buy priligy im 16 years old
Lasix
http://buylasixshop.com/ – lasix for dog without prescription
http://buypriligyhop.com/ – can i buy priligy in usa
Новые танцы 6 выпуск
dkb, yahoo login американская история ужасов качество pacman 30th anniversary, google play
hardwaredealz, twitch американская история ужасов 10 сезон выход серий siren head, krunker io
Общага смотреть онлайн фильм 2021
prednisolone in pregnancy
Buy Online Propecia Generic
I?m impressed, I must say. Really rarely do I encounter a blog that?s both educative and entertaining, and let me tell you, you have hit the nail on the head. Your idea is outstanding; the issue is something that not enough people are speaking intelligently about. I am very happy that I stumbled across this in my search for something relating to this.
Your place is valueble for me. Thanks!?
Levitra Comentarios
Thank you for nice information
I discovered your blog site on google and check a few of your early posts. Continue to keep up the very good operate. I just additional up your RSS feed to my MSN News Reader. Seeking forward to reading more from you later on!?
http://prednisonebuyon.com/ – Prednisone
I am often to blogging and i really appreciate your content. The article has really peaks my interest. I am going to bookmark your site and keep checking for new information.
side effects of gabapentin 300mg
http://buyneurontine.com/ – Neurontine
Would you be interested in exchanging links?
смотреть онлайн
Nice post. I learn something more challenging on different blogs everyday. It will always be stimulating to read content from other writers and practice a little something from their store. I?d prefer to use some with the content on my blog whether you don?t mind. Natually I?ll give you a link on your web blog. Thanks for sharing.
This really answered my problem, thank you!
An impressive share, I just given this onto a colleague who was doing a little analysis on this. And he in fact bought me breakfast because I found it for him.. smile. So let me reword that: Thnx for the treat! But yeah Thnkx for spending the time to discuss this, I feel strongly about it and love reading more on this topic. If possible, as you become expertise, would you mind updating your blog with more details? It is highly helpful for me. Big thumb up for this blog post!
Youre so cool! I dont suppose Ive read anything like this before. So nice to find somebody with some original thoughts on this subject. realy thank you for starting this up. this website is something that is needed on the web, someone with a little originality. useful job for bringing something new to the internet!
Oh my goodness! an amazing article dude. Thank you However I am experiencing issue with ur rss . Don?t know why Unable to subscribe to it. Is there anyone getting identical rss problem? Anyone who knows kindly respond. Thnkx
very nice post, i certainly love this website, keep on it
Would you be interested in exchanging links?
When I originally commented I clicked the -Notify me when new comments are added- checkbox and now each time a comment is added I get four emails with the same comment. Is there any way you can remove me from that service? Thanks!
Aw, this was a really nice post. In idea I would like to put in writing like this additionally ? taking time and actual effort to make a very good article? but what can I say? I procrastinate alot and by no means seem to get something done.
Трудные подростки 3 сезон 6 серия смотреть онлайн
Hey there just wanted to give you a brief heads up and let you know a few of the images aren’t loading correctly. I’m not sure why but I think its a linking issue. I’ve tried it in two different web browsers and both show the same results.
https://bit.ly/films-dyuna-2021-goda-smotret-onlaine
In the grand pattern of things you actually get a B- with regard to effort. Where you misplaced us was first in the specifics. You know, as the maxim goes, the devil is in the details… And that could not be more accurate right here. Having said that, allow me say to you what did do the job. Your text is certainly quite engaging which is possibly the reason why I am taking the effort in order to comment. I do not make it a regular habit of doing that. Secondly, whilst I can notice a leaps in reasoning you come up with, I am not really convinced of just how you seem to unite your ideas which help to make your conclusion. For now I shall subscribe to your position but wish in the foreseeable future you connect your dots better.
https://bit.ly/films-dyuna-2021-goda-smotret-onlaine
Юмор! Юмор!! Юмор!!!
Great post. I was checking continuously this blog and I am impressed! Extremely helpful information particularly the last part 🙂 I care for such information a lot. I was looking for this certain information for a long time. Thank you and best of luck.
Propecia
Hi there, You’ve done an incredible job. I’ll definitely digg it and personally suggest to my friends. I’m confident they will be benefited from this website.
venta cialis espana
viagra to buy
Tadalis
ivermectin use
Cialis
Cialis
Acheter Xenical 120
Priligy
viagra research
Propecia Side Effects Laser
Priligy Dapoxetin Erfahrungen
Order Kamagra Oral Jelly Australia
Дивитися фільми українською онлайн Аниме Аркейн 1 сезон 5 серия
Нові фільми 2021 року. Главный герой
Lipitor
Prednisone
Lasix
Cerco Levitra Online
Нові сучасні фільми дивитися українською мовою онлайн в хорошій якості
HD 9201
Good blog post. I definitely appreciate this website. Continue the good work!|