FAS: – Samverustund á aðventu

By 6. desember, 2004Fréttir

Tilkynningar Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, FAS, bjóða til samverustundar á aðventu laugardaginn 11. desember kl. 16:00-18:00, í Regnbogasal Samtakanna ´78, Laugavegi 3, 4. hæð.

Hópar sem vinna að málefnum samkynhneigðra segja frá starfi sínu. Sérstakur gestur verður Hörður Torfason, leikstjóri og söngvaskáld og mun hann flytja okkur ljúfa tónlist.

Þetta er fimmta árið í röð sem foreldrar og aðstandendur standa fyrir slíkri samverustund. Markmiðið er að eiga notalega stund saman, efla samhug og styrkja tengslin.

Foreldrar og aðstandendur, lesbíur og hommar eru hvattir til að mæta og bjóða með sér ættingjum og vinum. Fundurinn er öllum opinn sem hafa áhuga á að kynna sér starfið.

-FAS

3 Comments

Skrifaðu athugasemd