Fjölmiðlastöðin – Málþing um fjölmiðla og innflytjendur

By 4. febrúar, 2005Fréttir

Tilkynningar Laugardaginn 5. febrúar kl. 12-14 efnir Fjölmiðlamiðstöð Reykjavíkur Akademíunnar (RA) til málþings um umfjöllun fjölmiðla um innflytjendur, hælisleitendur og um málefni útlendinga á Íslandi almennt. Málþingið verður haldið í fundarsal RA á fjórðu hæð JL-hússins að Hringbraut 121.

Framsöguerindi á málþinginu flytja Atli Viðar Thorstensen verkefnisstjóri á innanlandssviði Rauða Kross Íslands; Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og fyrrum forstjóri Útlendingastofu; og Tatjana Latinovic formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og stjórnarmaður í Alþjóðahússins.

Að framsöguerindum loknum verður stutt kaffihlé, en síðan taka við almennar umræður og fyrirspurnir, en auk framsöguflytjenda setjast í pallborð þau Anna G. Ólafsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu og Sigurður Þór Salvarsson, upplýsingafulltrúi Alþjóðahússins og fyrrum fréttamaður. Fundarstjóri og umræðuvaki verður Þorfinnur Ómarsson verkefnisstjóri/kennari hjá HÍ.

Öllum er frjáls aðgangur meðan húsrúm leyfir. Frítt inn en kaffi selt gegn hóflegu gjaldi.

Nánari upplýsingar veitir:
Friðrik Þór Guðmundsson, stýrimaður Fjölmiðlamiðstöðvarinnar.
864 6365 eða 552 6365.

2 Comments

Skrifaðu athugasemd